Almennar fréttir

Verkís styrkir starf Rauða krossins á Íslandi

21. desember 2023

Á dögunum afhenti verkfræðistofan Verkís Rauða krossinum á Íslandi 1,5 milljón króna til styrktar hjálparstarfi félagsins.

Verkfræðistofan Verkís, elsta verkfræðistofa landsins, bauð fulltrúa Rauða krossins í heimsókn til sín á dögunum til að taka á móti veglegum styrk upp á 1,5 milljón króna.

Verkís vill með þessu styðja hjálparstarf Rauða krossins og féð verður nýtt til að fjármagna verkefni félagsins. Rauði krossins á Íslandi er afar þakklátur fyrir þetta framlag í þágu mannúðar!