Almennar fréttir
Vilt þú gefa gjöf til góðra verka í jólagjöf?
11. desember 2020
Við kynnum áhaldapakka Frú Ragnheiðar, samtal til Hjálparsímans 1717 og stuðning við sjálfboðaliða í Sómalíu.
Rauði krossinn kynnir þrjár nýjar rafrænar gjafir sem eru tilvaldar í jólapakkann.
Hægt er að kaupa rafræna gjöf og senda beint í tölvupósti til þess sem á að fá hana eða senda sjálfum sér í tölvupósti, prenta út og afhenda.
Áhaldapakki Frú Ragnheiðar inniheldur áhaldakassa fyrir fimm einstaklinga sem innihalda sprautur, nálar, sótthreinsiklúta, skeiðar, nálabox og smokka. Sjálfboðaliðar Frú Ragnheiðar sjá um að koma áhöldunum til þeirra sem á þurfa að halda.
Samtal við Hjálparsímann 1717 er stuðningur við verkefnið, en mikið hefur mætt á Hjálparsímanum 1717 þetta árið og mikil aukning í fjölda samtala. Það kostar ekkert að hringja í Hjálparsímann 1717 og því stuðningur við verkefnið mikilvægur.
Stuðningur við sjálfboðalia í Sómalíu er afskaplega mikilvægur, ekki síst nú á tímum Covid-19. Sjálfboðaliðar fræða fólk um sjúkdóminn og hvernig megi verja sig fyrir honum. Stuðningur við þá fræðslu er afskapalega mikilvægur.
Þá er einnig hægt að versla fjölnota dömubindi, skólabúning og skó auk fleiri gjafa á verslun.raudikrossinn.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Börn með skotsár á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins
Alþjóðastarf 03. júlí 2025„Við höfum séð allt að 200 særða á einum degi; með skotsár, brunasár, sár eftir sprengjubrot og aðra áverka,“ segir hjúkrunarfræðingur sem starfar á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. „Við fáum til okkar börn með skotsár.“

„Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu“
Innanlandsstarf 02. júlí 2025Að vera sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum hefur þroskað Ingibjörgu Ástu Bjarnadóttur bæði persónulega og í starfi. „Hjá Rauða krossinum hef ég fengið tækifæri og traust til þess að koma mínum eigin hugmyndum á framfæri, og stuðning til þess að láta þær verða að veruleika.“

Fjármögnun neyslurýma áskorun um alla Evrópu
Innanlandsstarf 25. júní 2025Þrátt fyrir að neyslurými fyrir vímuefni hafi fyllilega sannað gildi sitt gagnvart bæði einstaklingum og samfélögum glíma þau við sama vandamálið, hvort sem þau eru í Barcelona eða Borgartúni. Starfsfólk skaðaminnkunarverkefna Rauða krossins sótti upplýsandi ráðstefnu í Strassborg.