Almennar fréttir

Vilt þú styðja við flóttafólk á Íslandi?

29. janúar 2021

Rauði krossinn bíður upp á námskeið þar sem þú færð verkfæri og upplýsingar til þess að hefja gefandi sjálfboðaliðastarf

Vilt þú láta gott af þér leiða á nýju ári? Vilt þú styðja við einstakling eða fjölskyldu með alþjóðlega vernd með því að verða vinur, æfa íslensku með þeim eða aðstoða við að leysa úr hagnýtum málum sem koma upp í íslenskum veruleika?

Rauði krossinn býður upp á námskeið þar sem þú færð verkfæri og upplýsingar til þess að hefja sjálfboðaliðastarf þitt í verkefnunum Tölum saman, Leiðsöguvinir og/eða Opið hús.

Í verkefninu Tölum saman hittast flóttafólk og Íslendingar til þess að æfa íslensku saman og í verkefninu Leiðsöguvinir hittast flóttafólk og Íslendingar til að kynnast hvort öðru betur. Opið hús er haldið tvisvar í viku og er ætlað einstaklingum sem fengið hafa stöðu flóttafólks hér á landi sem og öðrum innflytjendum. Sjálfboðaliðar í Opnu húsi veita stuðning og aðstoð varðandi ýmis úrlausnarefni.  Lesa má nánar um verkefnin hér.

 

\"GSM_FULRES-5312491_1611930028621\"