Almennar fréttir
Vilt þú styðja við flóttafólk á Íslandi?
29. janúar 2021
Rauði krossinn bíður upp á námskeið þar sem þú færð verkfæri og upplýsingar til þess að hefja gefandi sjálfboðaliðastarf
Vilt þú láta gott af þér leiða á nýju ári? Vilt þú styðja við einstakling eða fjölskyldu með alþjóðlega vernd með því að verða vinur, æfa íslensku með þeim eða aðstoða við að leysa úr hagnýtum málum sem koma upp í íslenskum veruleika?
Rauði krossinn býður upp á námskeið þar sem þú færð verkfæri og upplýsingar til þess að hefja sjálfboðaliðastarf þitt í verkefnunum Tölum saman, Leiðsöguvinir og/eða Opið hús.
Í verkefninu Tölum saman hittast flóttafólk og Íslendingar til þess að æfa íslensku saman og í verkefninu Leiðsöguvinir hittast flóttafólk og Íslendingar til að kynnast hvort öðru betur. Opið hús er haldið tvisvar í viku og er ætlað einstaklingum sem fengið hafa stöðu flóttafólks hér á landi sem og öðrum innflytjendum. Sjálfboðaliðar í Opnu húsi veita stuðning og aðstoð varðandi ýmis úrlausnarefni. Lesa má nánar um verkefnin hér.
- Skráning á námskeið 11. febrúar frá 18.00-21.30 í gegnum zoom. Kennt verður á ensku.
- Skráning á námskeið 17. mars frá 18:00-21:30 í Efstaleiti 9, 103 Reykjavík. Kennt verður á ensku.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stöðvum helvíti á jörðu
Alþjóðastarf 09. júlí 2025„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“

Mikilvægt að fá að vera til staðar fyrir fólk í afplánun
Innanlandsstarf 08. júlí 2025Pétur Kristófersson, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, heimsækir fanga og spjallar við þá um það sem á þeim brennur. Tilgangurinn er að aðstoða þá við undirbúning fyrir lífið eftir afplánun.

Börn með skotsár á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins
Alþjóðastarf 03. júlí 2025„Við höfum séð allt að 200 særða á einum degi; með skotsár, brunasár, sár eftir sprengjubrot og aðra áverka,“ segir hjúkrunarfræðingur sem starfar á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. „Við fáum til okkar börn með skotsár.“