Almennar fréttir
Vilt þú verða sendifulltrúi Rauða krossins?
05. júlí 2021
Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir umsóknum á sendifulltrúanámskeið félagsins, IMPACT (International Mobilization and Preparation for Action) sem er forsenda þess að fá starf á vegum félagsins á alþjóðavettvangi.
Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir umsóknum á sendifulltrúanámskeið félagsins, IMPACT (International Mobilization and Preparation for Action) sem er forsenda þess að fá starf á vegum félagsins á alþjóðavettvangi.
Námskeiðið er tvíþætt og fer að þessu sinni fram á netinu.
- Fyrri hluti námskeiðsins felst í að ljúka fyrirfram skilgreindum netnámskeiðum.
- 25 valdir þátttakendur komast svo áfram í seinni hlutann sem verður live webinar 4. - 15 október.
Þátttakendur þurfa fagmenntun og minnst þriggja til fimm ára starfsreynsla eftir nám, mjög góða enskukunnáttu auk þess sem færni í frönsku, arabísku, rússnesku eða spænsku er mikill kostur.
Þátttökugjald: 25.000 kr.
Umsóknum skal skilað hér. Umsóknarfrestur er til og með 11. júlí 2021.
Nánari upplýsingar má finna hér eða með því að hafa samband við Önnu Bryndísi Hendriksdóttur, verkefnastjóra sendifulltrúamála Rauða krossins á Íslandi.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Gleðilega hinsegin daga / Reykjavík Pride
Almennar fréttir 05. ágúst 2022Fánar Hinsegin daga blakta við hún við Rauða kross húsið í Efstaleiti 9.

Útkall á Keflavíkurflugvelli
Almennar fréttir 26. júlí 2022Viðbragðshópar Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu og af Suðurnesjum voru kallaðir út í gær vegna flugvélar á leið frá Þýskalandi til Bandaríkjana er var snúið við yfir Grænalandi vegna sprengjuhótunar.

Hvert handtak skiptir máli
Almennar fréttir 19. júlí 2022Fataverkefni Rauða krossins stuðlar að sjálfbærni og umhverfisvend. Verkefnið er borið upp af sjálfboðaliðum og samfélagsþjónum, en sjálfboðaliðar sjá um að tæma söfnunargáma og afgreiða í búðunum, og samfélagsþjónar starfa í fataflokkunarstöðinni. Undanfarið hefur Rauði krossinn sannarlega fundið fyrir mikilli velvild í samfélaginu, en sjaldan hefur almenningur gefið eins mikið af fötum og salan í verslunum á höfuðborgarsvæðinu er nú á pari við bestu sölu síðan árið 2013.