Almennar fréttir
Vilt þú verða sendifulltrúi Rauða krossins?
05. júlí 2021
Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir umsóknum á sendifulltrúanámskeið félagsins, IMPACT (International Mobilization and Preparation for Action) sem er forsenda þess að fá starf á vegum félagsins á alþjóðavettvangi.
Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir umsóknum á sendifulltrúanámskeið félagsins, IMPACT (International Mobilization and Preparation for Action) sem er forsenda þess að fá starf á vegum félagsins á alþjóðavettvangi.
Námskeiðið er tvíþætt og fer að þessu sinni fram á netinu.
- Fyrri hluti námskeiðsins felst í að ljúka fyrirfram skilgreindum netnámskeiðum.
- 25 valdir þátttakendur komast svo áfram í seinni hlutann sem verður live webinar 4. - 15 október.
Þátttakendur þurfa fagmenntun og minnst þriggja til fimm ára starfsreynsla eftir nám, mjög góða enskukunnáttu auk þess sem færni í frönsku, arabísku, rússnesku eða spænsku er mikill kostur.
Þátttökugjald: 25.000 kr.
Umsóknum skal skilað hér. Umsóknarfrestur er til og með 11. júlí 2021.
Nánari upplýsingar má finna hér eða með því að hafa samband við Önnu Bryndísi Hendriksdóttur, verkefnastjóra sendifulltrúamála Rauða krossins á Íslandi.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitFrábær fyrsti mánuður í neyslurými Rauða krossins
Innanlandsstarf 13. september 2024Ylja – Neyslurými Rauða krossins hefur nú verið starfrækt í Borgartúni einn mánuð. Verkefnið hefur farið mjög vel af stað þennan fyrsta mánuð, ekkert óvænt hefur komið upp á og skjólstæðingar sem nýta þjónustuna lýsa mikilli ánægju með hana.
Vel heppnað málþing um málefni barna á flótta
Innanlandsstarf 03. september 2024Nýverið fór fram vel heppnað málþing um áskoranir barna á flótta í íslensku skólakerfi, en nýtt fræðsluefni um málaflokkinn var að koma út. Á þinginu kom fram hve mikilvægt er að börnin fái góðar móttökur og að þó að mikill árangur hafi náðst á þessu sviði sé enn mikið verk fyrir höndum.
Söfnuðu fyrir börn í Úkraínu og Palestínu
Almennar fréttir 26. ágúst 2024Vinirnir Elías Andri Grétarsson, Dagur Rafn Atlason og Björgvin Atli Jóhannesson afhentu okkur afrakstur af söfnun sinni, sem verður nýtt til að hjálpa börnum í Úkraínu og Palestínu.