Almennar fréttir
Vinaverkefnin fá styrk frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu
19. apríl 2022
Vinaverkefni Rauða krossins og verkefnið Aðstoð eftir afplánun tók við veglegum styrk frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinum á föstudaginn. Styrkurinn mun nýtast vel í okkar starfi.

Vinaverkefni Rauða krossins snúast um að koma í veg fyrir félagslega einangrun og hlutverk sjálfboðaliða er fyrst og fremst að veita félagsskap, nærveru og hlýju.
Styrkveitingin fór fram á Hilton hótelinu og Guðmundur Ingi félags- og vinnumarkaðsráðherra sá um athöfnina og tók vel á móti öllum.
Við þökkum kærlega fyrir styrkinn og þökkum sjálfboðaliðunum okkar fyrir þeirra ómetanlega starf sem heldur uppi svona líka öflugu starfi.

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Héldu tombólu á Akureyri til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 12. maí 2022Þessar ungu stúlkur héldu tombólu við Nettó á Akureyri til styrktar Úkraínu og afhentu Rauða krossinum við Eyjafjörð afraksturinn 6.778 krónur.

Söfnuðu dósum til styrktar Neyðarsöfnun Rauða krossins
Almennar fréttir 11. maí 2022Þessar ungu stúlkur söfnuðu dósum til styrktar Úkraínu og afhentu Rauða krossinum við Eyjafjörð afraksturinn, 22.720 krónur.

Seldu límonaði til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 10. maí 2022Þessar duglegu stúlkur seldu heimagert límónaði til styrktar Rauða krossinum og söfnuðu alls 5.091 kr.