Almennar fréttir

VR styrkir Rauða krossinn um þrjár milljónir

10. nóvember 2022

Styrkjanefnd VR hefur ákveðið að veita jólastyrk VR til Rauða krossins á Íslandi.

Styrkjanefnd VR hefur ákveðið að veita jólastyrk VR til Rauða krossins á Íslandi. Heildarstyrkurinn er þrjár milljónir króna en hann skiptist svona á milli deilda:

2.000.000 - Rauði krossinn á Íslandi

250.000 - Akranesdeild RKÍ

250.000 - Suðurland RKÍ

250.000 - Austurlandsdeild RKÍ

250.000 - Deild RKÍ í Vestmannaeyjum

Samtals 2022: 3.000.000

Rauði krossinn þakkar VR kærlega fyrir þetta rausnarlega framlag til mannúðarmála, en styrkurinn mun nýtast afar vel í mörg ólík verkefni.