Innanlandsstarf
Aðalfundur Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu
27. janúar 2023
Aðalfundur Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu verður haldinn fimmtudaginn 9. mars.

Aðalfundur Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu verður haldinn fimmtudaginn 9. mars 2023 kl. 17:30 í húsnæði Rauða krossins á Íslandi, Efstaleiti 9.
Dagskrá fundarins
- Kosning fundastjóra og fundarritara
- Greinagerð um starf deildarinnar 2022
- Skoðaður ársreikningur lagður fram til afgreiðslu
- Framkvæmd og fjárhagsáætlun lögð fram
- Innsendar tillögur
- Kosning deildarstjórnar skv. 21. gr. laga Rauða krossins
- Kosning skoðunarmanna
- Þakkir til fráfarandi stjórnar
- Önnur mál
- Viðurkenning sjálfboðaliða
Kjörgengir í stjórn og með atkvæðisrétt eru allir félagar, 18 ára og eldri sem greiddu félagsgjöld fyrir árslok 2022. Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum og sjálfboðaliðum með sjálfboðaliðasamning.
Veitingar að loknum fundi.
- Stjórn Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
20 milljónir til Malaví vegna fellibylsins Freddy
Alþjóðastarf 24. mars 2023Rauði krossinn á Íslandi er að senda 20 milljón króna fjárstuðning til Malaví til að styðja við neyðarviðbragðið eftir að fellibylurinn Freddy olli gríðarlegu tjóni í suðurhluta landsins fyrr í mánuðinum.

Aðalfundur Hafnarfjarðar-, Garðabæjar- og Kópavogsdeildar
Almennar fréttir 24. mars 2023Aðalfundur Hafnarfjarðar-, Garðabæjar- og Kópavogsdeildar var haldinn 9. mars og gekk afar vel. Ný stjórn deildarinnar þakkar fráfarandi stjórn kærlega fyrir sitt framlag til félagsins og hlakkar til að takast á við þau verkefni sem fyrir liggja.

Söfnuðu 50 þúsund fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 17. mars 2023Tvær stelpur söfnuðu fé fyrir Rauða krossinn með kaffi- og kleinusölu í Langholtsskóla.