Innanlandsstarf
Aðalfundur Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu
27. janúar 2023
Aðalfundur Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu verður haldinn fimmtudaginn 9. mars.

Aðalfundur Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu verður haldinn fimmtudaginn 9. mars 2023 kl. 17:30 í húsnæði Rauða krossins á Íslandi, Efstaleiti 9.
Dagskrá fundarins
- Kosning fundastjóra og fundarritara
- Greinagerð um starf deildarinnar 2022
- Skoðaður ársreikningur lagður fram til afgreiðslu
- Framkvæmd og fjárhagsáætlun lögð fram
- Innsendar tillögur
- Kosning deildarstjórnar skv. 21. gr. laga Rauða krossins
- Kosning skoðunarmanna
- Þakkir til fráfarandi stjórnar
- Önnur mál
- Viðurkenning sjálfboðaliða
Kjörgengir í stjórn og með atkvæðisrétt eru allir félagar, 18 ára og eldri sem greiddu félagsgjöld fyrir árslok 2022. Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum og sjálfboðaliðum með sjálfboðaliðasamning.
Veitingar að loknum fundi.
- Stjórn Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Skyndihjálparmanneskjur ársins verðlaunaðar
Almennar fréttir 11. febrúar 2025Í dag var haldið upp á 112-daginn í slökkvistöðinni í Skógarhlíð 14, en þemað í ár var börn og öryggi. Við þetta tækifæri veitti Rauði krossinn á Íslandi skyndihjálparmanneskjum ársins viðurkenningu. Skyndihjálparmanneskjur ársins 2024 eru þau Guðrún Narfadóttir, Hinrik Þráinn Örnólfsson og Elín Ragnarsdóttir, sem veittu Hrafnkeli Reynissyni lífsbjörg þegar hann hneig niður á bílastæði í Álftamýrinni og fór í hjartastopp.

Tímasetningar aðalfunda deilda 2025
Almennar fréttir 07. febrúar 2025Hér má sjá tímasetningar á þeim aðalfundum deilda Rauða krossins sem hafa verið ákveðnir.

Aðalfundur Rauða krossins við Eyjafjörð
Almennar fréttir 05. febrúar 2025Aðalfundur Rauða krossins við Eyjafjörð verður haldinn 13. mars.