Birting frétta
Ártal

Frábær fyrsti mánuður í neyslurými Rauða krossins

Innanlandsstarf 13. september 2024

Ylja – Neyslurými Rauða krossins hefur nú verið starfrækt í Borgartúni einn mánuð. Verkefnið hefur farið mjög vel af stað þennan fyrsta mánuð, ekkert óvænt hefur komið upp á og skjólstæðingar sem nýta þjónustuna lýsa mikilli ánægju með hana.

Vel heppnað málþing um málefni barna á flótta 

Innanlandsstarf 03. september 2024

Nýverið fór fram vel heppnað málþing um áskoranir barna á flótta í íslensku skólakerfi, en nýtt fræðsluefni um málaflokkinn var að koma út. Á þinginu kom fram hve mikilvægt er að börnin fái góðar móttökur og að þó að mikill árangur hafi náðst á þessu sviði sé enn mikið verk fyrir höndum. 

Allir sammála um þörfina fyrir skaðaminnkun 

Innanlandsstarf 16. ágúst 2024

Neyslurýmið Ylja hefur loks opnað að nýju eftir rúmlega árslangt hlé. Þörfin fyrir rýmið hefur komið glögglega í ljós og vonir standa til að hægt verði að efla þjónustuna enn frekar með auknu fjármagni. 

Tæplega 8.5 milljónir króna söfnuðust á Öll sem eitt tónleikunum

Innanlandsstarf 21. júní 2024

Þann 7. maí síðastliðinn fóru samstöðutónleikarnir Öll sem eitt fram í Háskólabíó, en markmið tónleikanna var að sýna samstöðu með þolendum átakanna í Gaza og safna fé til að styrkja hjálparstarf þar. Á tónleikunum kom fram fjöldinn allur af frábæru íslensku tónlistarfólki fyrir framan fullan sal af gestum, en auk þessu gátu áhorfendur heima í stofu fylgst með tónleikunum í beinni útsendingu á Stöð 2.

Viðbrögð Rauða krossins á Íslandi vegna jarðhræringa við Grindavík

Innanlandsstarf 18. júní 2024

Rauði krossinn hefur verið í samfelldum viðbrögðum frá því að Grindavíkurbær var rýmdur 10. nóvember.

Skráning á sumarnámskeið með Skátunum í boði Rauða krossins

Innanlandsstarf 30. maí 2024

Hér má finna skráningarhlekki og upplýsingar á íslensku, ensku og pólsku fyrir sumarnámskeið hjá Skátunum. Þau eru í boði ókeypis fyrir börn sem bjuggu í Grindavík í nóvember 2023.

Frábær árangur af fyrstu heimsókn Tónlistarvinar 

Innanlandsstarf 24. maí 2024

Fyrsta heimsóknin í nýju félagslegu verkefni Rauða krossins, Tónlistarvinum, fór fram fyrir skömmu. Heimsóknin gekk vonum framar og það var augljóst hvað tónlistin hafði jákvæð áhrif. 

Allar deildir höfuðborgarsvæðis sameinaðar 

Innanlandsstarf 23. maí 2024

Í gær fór fram stofnfundur nýrrar höfuðborgardeildar Rauða krossins á Íslandi, sem sameinar krafta höfuðborgardeildar og deildarinnar sem áður sinnti Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi. 

Stofnfundur Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu 

Innanlandsstarf 07. maí 2024

Rauði krossinn á höfuðborgarsvæðinu og Rauði krossinn í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi boða til stofnfundar nýrrar sameinaðrar deildar.

Aðalfundur Rauða krossins næsta laugardag

Innanlandsstarf 29. apríl 2024

Aðalfundur Rauða krossins á Íslandi fer fram næsta laugardag, 4. maí.

Öflug skaðaminnkun en þörfin eykst stöðugt

Innanlandsstarf 22. apríl 2024

Rauði krossinn opnar neyslurými á ný innan skamms. Þessi árangur næst í kjölfar öflugrar og árangursríkrar vinnu í þágu skaðaminnkunar hjá félaginu, en Hafrún Elísa Sigurðardóttir, teymisstýra í skaðaminnkun, segir að þörfin sé sífellt að aukast.

Rio Tinto styrkir Rauða krossinn um 208 milljónir vegna jarðhræringa við Grindavík

Innanlandsstarf 18. apríl 2024

Rio Tinto hefur veitt Rauða krossinum á Íslandi styrk að upphæð 208 milljónir króna, eða jafnvirði 1,5 milljónum dollara, til stuðnings samfélagsins sem hefur orðið fyrir áhrifum jarðskjálfta og eldgosa í og við Grindavík. Um er að ræða hæsta styrk sem fyrirtæki hefur veitt Rauða krossinum á Íslandi til verkefna innanlands. 

Neyðarsöfnun fyrir Grindvíkinga lokið

Innanlandsstarf 12. mars 2024

Rauði krossinn hefur lokið neyðarsöfnuninni fyrir íbúa Grindavíkur. Hægt er að sækja um fjárstuðning til 19. mars og síðasta úthlutun úr söfnuninni fer fram þann 20. mars. Alls hefur rúmlega 51 milljón kr. safnast.

Framúrskarandi sjálfboðaliðar heiðraðir

Innanlandsstarf 11. mars 2024

Höfuðborgardeild Rauða krossins heiðraði þrjá sjálfboðaliða fyrir framúrskarandi framlag innan fjölbreyttra verkefna deildarinnar á aðalfundi sínum í síðustu viku.

Yfir 33 milljónir til Grindvíkinga

Innanlandsstarf 16. febrúar 2024

Nú hefur yfir 33 milljónum króna verið úthlutað til Grindvíkinga úr neyðarsöfnun Rauða krossins. Alls hafa yfir 45 milljónir safnast og úthlutun er enn í fullum gangi.

Tímasetningar aðalfunda deilda 2024

Innanlandsstarf 15. febrúar 2024

Hér má sjá tímasetningar á þeim aðalfundum deilda Rauða krossins sem hafa verið ákveðnir.

Skyndihjálparmanneskjur ársins verðlaunaðar

Innanlandsstarf 11. febrúar 2024

Í dag var haldið upp á 112-daginn á Sjóminjasafninu, en þemað í ár var öryggi á vatni og sjó. Við þetta tækifæri var skyndihjálparmanneskjum ársins veitt viðurkenning, en í ár urðu þrír einstaklingar, sem saman björguðu lífi, fyrir valinu.

Tímamót í öryggi í vatni á Íslandi 

Innanlandsstarf 09. febrúar 2024

Umhverfisstofnun og Rauði krossinn á Íslandi hafa skrifað undir samning sem felur Rauða krossinum að sjá um þjálfun, námskeið og hæfnispróf fyrir laugarverði og þau sem starfa í vatni.