Fara á efnissvæði
Birting frétta
Ártal
20240211 134021

Skyndihjálparmanneskjur ársins verðlaunaðar

Innanlandsstarf 11. febrúar 2024

Í dag var haldið upp á 112-daginn á Sjóminjasafninu, en þemað í ár var öryggi á vatni og sjó. Við þetta tækifæri var skyndihjálparmanneskjum ársins veitt viðurkenning, en í ár urðu þrír einstaklingar, sem saman björguðu lífi, fyrir valinu.

20240208 150113

Tímamót í öryggi í vatni á Íslandi 

Innanlandsstarf 09. febrúar 2024

Umhverfisstofnun og Rauði krossinn á Íslandi hafa skrifað undir samning sem felur Rauða krossinum að sjá um þjálfun, námskeið og hæfnispróf fyrir laugarverði og þau sem starfa í vatni. 

20231122 095701

Framlag frá Færeyjum og úthlutun heldur áfram

Innanlandsstarf 02. febrúar 2024

Rauði krossinn í Færeyjum hefur stutt neyðarsöfnunina fyrir Grindvíkinga og um helmingnum af því fé sem hefur safnast hefur verið úthlutað. Úthlutun stendur yfir þar til allt fé sem safnast er komið til Grindvíkinga.

20231122 095701

Um 13 milljónum úthlutað til þessa

Innanlandsstarf 26. janúar 2024

Úthlutunarnefnd hefur nú úthlutað rétt tæplega 13 milljónum króna úr neyðarsöfnun Rauða krossins til 144 fjölskyldna frá Grindavík. Úthlutunin heldur áfram þar til allt það fé sem safnast er komið í hendur Grindvíkinga í neyð.

419892696 776456724528022 157893621032888260 N

Rauði krossinn hefur neyðarsöfnun fyrir Grindavík

Innanlandsstarf 14. janúar 2024

Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna eldgossins við Grindavík. Afrakstur hennar verður nýttur til að styðja Grindvíkinga fjárhagslega.

Islenskukennarar (1)

Mikill áhugi á tungumálakennslu Rauða krossins

Innanlandsstarf 18. desember 2023

Rauði krossinn stendur fyrir fjölbreyttu félagsstarfi fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd. Tungumálakennsla er veigamikill þáttur í starfinu og áhuginn er mikill.

Atlantsolia

Atlantsolía keyrir áfram neyðarvarnir og skaðaminnkun Rauða krossins

Innanlandsstarf 04. desember 2023

Atlantsolía og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað samstarfssaming.

Perl 2

Perluvinkonur styrktu börn sem lifa við fátækt

Innanlandsstarf 04. desember 2023

Vinkonurnar og frænkurnar Tinna Gísladóttir og Árný Ýr Jónsdóttir ákváðu nýverið að nýta hæfileika sína í perli til að láta gott af sér leiða og hjálpa börnum í slæmum aðstæðum.

Grindavík1

Starf Rauða krossins vegna jarðhræringa á Reykjanesi

Innanlandsstarf 20. nóvember 2023

Rauði krossinn hefur haft í ýmsu að snúast vegna jarðhræringanna á Reykjanesi. Hér má finna upplýsingar um starf félagsins vegna ástandsins og þjónustu sem er í boði fyrir Grindvíkinga.

Microsoftteams Image (24)

Styrktu sjálfstraust og sjálfsmynd ungmenna á Akureyri

Innanlandsstarf 09. nóvember 2023

Rauði krossinn við Eyjafjörð hélt nýverið sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir ungmenni með erlendan bakgrunn. Að námskeiðinu loknu var sjáanlegur munur á sjálfstrausti og samskiptum ungmennanna.

Rymingaraætlun

Rýmingaráætlanir fyrir Grindavík á íslensku, ensku og pólsku

Innanlandsstarf 06. nóvember 2023

Hér má nálgast rýmingaráætlanir Almannavarna fyrir Grindavík á þremur tungumálum.

Heimsoknarvinur (1)

Með Sigrúnu er ég ekki lengur ósýnileg

Innanlandsstarf 05. september 2023

Í maí árið 2013 var Kolbrún í endurhæfingu á Grensás en leið ekki vel, því hún var einmana og einangruð. Mamma hennar sótti þá um heimsóknarvin fyrir hana hjá Vinaverkefnum Rauða krossins og Sigrún, sem var nýbúin að sækja um sem sjálfboðaliði, fékk það verkefni að verða heimsóknarvinur hennar. Tíu árum síðar eru þær enn góðar vinkonur.

Inga

Starfsmenn Rauða krossins kenndu í Vísindaskólanum

Innanlandsstarf 29. júní 2023

Tveir starfsmenn Rauða krossins við Eyjafjörð tóku þátt í kennslunni hjá Vísindaskóla unga fólksins í Háskólanum á Akureyri fyrr í mánuðinum, en hann er ætlaður ungmennum á aldrinum 11-13 ára.

347398964 236047859117152 2953276344121931491 N

Vaknaðu! Neyðartónleikar í Eldborg 29. maí

Innanlandsstarf 17. maí 2023

Fjöldi listamanna kemur fram á neyðartónleikum í Hörpu vegna ópíóðafaraldurs sem er að kosta mörg mannslíf, mánudagskvöldið 29. maí kl. 19.30. Um styrktartónleika er að ræða sem verða einnig sendir í út í beinni útsendingu á RÚV.

Microsoftteams Image (10)

Skaðaminnkandi þjónusta kynnt á Akureyri

Innanlandsstarf 08. maí 2023

Næsta miðvikudag verður Rauði krossinn við Eyjafjörð með kynningu á þeirri skaðaminnkandi þjónustu sem boðið er upp á í Frú Ragnheiði og Naloxone nefúðanum.

342869498 255918736823138 1368020024969221989 N

Flugslysaæfing á Vopnafirði

Innanlandsstarf 24. apríl 2023

Rauði krossinn á Íslandi tók þátt í flugslysaæfingu sem fór fram á Vopnafirði um helgina.

20230325 110232

Neyðarvarnaþing Rauða krossins fór fram um helgina

Innanlandsstarf 29. mars 2023

Rauði krossinn hélt neyðarvarnaþing á laugardag, þar sem fulltrúar allra deilda komu saman til að meta getu innviða, Rauða krossins og samfélagsins í heild til að mæta alls kyns áföllum og hamförum.

1132438

Fjöldahjálparstöðvar á þremur stöðum á Austurlandi

Innanlandsstarf 27. mars 2023

Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöðvar í Neskaupstað og á Seyðisfirði og Eskifirði vegna snjóflóða og snjóflóðahættu.