Innanlandsstarf
Aðalfundur Rauða krossins næsta laugardag
29. apríl 2024
Aðalfundur Rauða krossins á Íslandi fer fram næsta laugardag, 4. maí.

Fundurinn hefst klukkan níu um morguninn með ávarpi frá Silju Báru R. Ómarsdóttur, formanni Rauða krossins og í kjölfar þess ávarpar Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, fundinn. Því næst fá sjálfboðaliðar viðurkenningar, áður en aðalfundarstörf hefjast samkvæmt lögum Rauða krossins.
Nánari upplýsingar um dagskrána má finna hér. Nánari upplýsingar um fundinn má einnig finna hér.
Fundurinn fer fram á Hótel Reykjavík Grand, Sigtún 28, 105 Reykjavík.
Skráningu á fundinn er lokið.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Skyndihjálparmanneskjur ársins verðlaunaðar
Almennar fréttir 11. febrúar 2025Í dag var haldið upp á 112-daginn í slökkvistöðinni í Skógarhlíð 14, en þemað í ár var börn og öryggi. Við þetta tækifæri veitti Rauði krossinn á Íslandi skyndihjálparmanneskjum ársins viðurkenningu. Skyndihjálparmanneskjur ársins 2024 eru þau Guðrún Narfadóttir, Hinrik Þráinn Örnólfsson og Elín Ragnarsdóttir, sem veittu Hrafnkeli Reynissyni lífsbjörg þegar hann hneig niður á bílastæði í Álftamýrinni og fór í hjartastopp.

Tímasetningar aðalfunda deilda 2025
Almennar fréttir 07. febrúar 2025Hér má sjá tímasetningar á þeim aðalfundum deilda Rauða krossins sem hafa verið ákveðnir.

Aðalfundur Rauða krossins við Eyjafjörð
Almennar fréttir 05. febrúar 2025Aðalfundur Rauða krossins við Eyjafjörð verður haldinn 13. mars.