Innanlandsstarf

Aðalfundur Rauða krossins næsta laugardag

29. apríl 2024

Aðalfundur Rauða krossins á Íslandi fer fram næsta laugardag, 4. maí.

Fundurinn hefst klukkan níu um morguninn með ávarpi frá Silju Báru R. Ómarsdóttur, formanni Rauða krossins og í kjölfar þess ávarpar Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, fundinn. Því næst fá sjálfboðaliðar viðurkenningar, áður en aðalfundarstörf hefjast samkvæmt lögum Rauða krossins.

Nánari upplýsingar um dagskrána má finna hér. Nánari upplýsingar um fundinn má einnig finna hér.

Fundurinn fer fram á Hótel Reykjavík Grand, Sigtún 28, 105 Reykjavík.

Skráningu á fundinn er lokið.