Upplýsingar vegna deildarstarfs
Hér finnur þú ýmsar upplýsingar og leiðbeiningar fyrir ábyrgt og árangursríkt starf í nærsamfélagi. Við tökum fús við ábendingum um hvað megi bæta, hægt er að senda tölvupóst á central@redcross.is eða á þinn tengilið.
Almennt: Spurt og svarað
Sem sjálfboðaliði í stjórn þarft þú að ljúka eftirfarandi vefnámskeiðum:
- Grunnnámskeið Rauða krossins
- Inngangur að ábyrgri stjórnun
- Inngangur að neyðarvörnum
Þau er að finna hér.
Til viðbótar við þessi námskeið er æskilegt að ljúka:
- Skyndihjálp 4 klst
- Verkefnanámskeiðum séu þau verkefni á þínu starfssvæði
Rekstur og fjármál: Spurt og svarað
Hver deild Rauða krossins getur veitt allt að 10% af kassatekjum sínum í aðstoð vegna varanlegrar neyðar. Deildir ákveða í fjárhagsáætlun hvaða upphæð þær ætla að veita í fjárhagslegan stuðning á hverju ári. Deildir geta, vegna sérstakra staðbundinna aðstæðna, veitt úr sjóðum sínum umfram þessa upphæð og gengist fyrir söfnunum í því augnamiði. Þess skal ætíð gætt að framlags Rauða krossins sé getið.
Nákvæmar leiðbeiningar vegna einstaklingsaðstoðar er að finna neðar undir Reglur um einstaklingsaðstoð.
Við byggjum starf okkar og verkefni fyrst og fremst á sjálfboðinni þjónustu. Aðstoð í formi fjármagns er fyrst og fremst vegna hamfara og neyðaratburða vegna stoðhlutverks Rauða krossins við stjórnvöld í almannavarnarástandi.
Að jafnaði er miðað við 20-25%.
20. ágúst
- Skilafrestur umsókna í verkefnasjóð
15. nóvember
- Skil á framkvæmda- og fjárhagsáætlunum næsta árs
31. desember
- Síðasti séns á að greiða árgjald til að tryggja kjörgengi á næsta ári
10. janúar
- Skila inn upplýsingum um jólaaðstoð
- Upplýsa landsskrifstofu um aðalfundardagsetningu
- Lokaskil á bókhaldsgögnum vegna ársuppgjörs
1. febrúar
- Skila uppgjöri framkvæmdaáætlunar um fjölda sjálfboðaliða og skjólstæðinga í verkefnum
15. mars
- Öllum aðalfundum lokið, fundargerð send til landsskrifstofu.
- Skil á ársskýrslu og ársreikningi.
- Skil á áfangaskýrslum verkefna í verkefnasjóð.
1. apríl
- Skil til Fyrirtækjaskrár Skattsins upplýsingum um nýja stjórn eftir hvern aðalfund og hafa info@redcross.is í afriti
Maí annað hvort ár
- Gjaldkeri (eða sannar stjórnarmaður sem ber ábyrgð á veflykli deildarinnar) þarf að breyta skráningu á "raunverulegum eigendum" deildarinnar, þ.e. uppfæra upplýsingar um stjórnarfólk Rauða krossins á Íslandi á vefsvæði Skattsins https://leidbeiningar.rsk.is/frodi/?cat=183&id=26697&k=6
Sjálfboðaliðar og verkefni: Spurt og svarað
Þegar þörf er á sjálfboðaliðum eru nokkrar leiðir færar til sjálfboðaliðaöflunar. Hafðu samband við þinn tengilið til þess að finna í sameiningu bestu leiðina á þínu svæði.
Tengiliður þinn er með upplýsingar um fjölda sjálfboðaliða á hverju svæði fyrir sig.
Lausn við þessu er enn í vinnslu.
Hafið samband við tengilið ykkar og teymisstjóra viðkomandi málefnasviðs sem aðstoða ykkur við framhaldið.
Vissulega eru verkefni sem Rauði krossinn sinnir ekki og falla ekki að áherslum og málefnasviðum í stefnu til 2030. Rauði krossinn einblínir á að koma að þar sem þörfin er mest og úrræðin eru fæst. Hvað það þýðir getur verið breytilegt milli svæða. Hafðu samband við tengilið þinn ef þú ert ekki viss.
Aðalfundur Rauða krossins á Íslandi 2024: Spurt og svarað
Aðalfundur Rauða krossins á Íslandi verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík laugardaginn 4. maí 2024. Samkvæmt 7. gr. laga Rauða krossins á Íslandi á deild þín rétt á að senda fulltrúa á aðalfundinn. Undir Kjörbréf og skráning er hlekkur sem þarf að fylla út og senda rafrænt úr Rauða kross netfangi formanns eða gjaldkera deildarinnar til skrifstofu Rauða krossins á Íslandi eigi síðar en 4. apríl nk., með nöfnum og kennitölum þeirra fulltrúa og varafulltrúa sem sækja fundinn. Upplýsingar um fjölda fulltrúa verður sendur hverri deild í sérstökum tölvupósti. Til að hafa atkvæðarétt á aðalfundi þurfa deildir að hafa skilað ársreikningi og ársskýrslu og fulltrúar deildarinnar greitt árgjald félagsins fyrir síðustu áramót.
Kostnaður við þátttöku fulltrúa á aðalfund skal jafnað á deildir eftir fjölda fulltrúa. Félagar sem að velja að vera viðstaddir aðalfund en eru ekki fulltrúar sinnar deildar bera persónulega kostnað af ferðum og viðveru á fundinum.
Þeir aðalfundarfulltrúar sem ferðast þurfa með flugi bera ábyrgð á sinni ferðatilhögun, í samráði við þá deild sem þeir eru fulltrúar fyrir. Landskrifstofa mun ekki sjá um bókanir á flugi.
- Dagskrá aðalfundar 2024
- Boð á aðalfund Rauða krossins á Íslandi 2024
- Fundargerð aðalfundar 2022 (undirrituð)
- Ársskýrsla 2022
- Ársskýrsla 2023
Tillögur og gögn til samþykktar
- Tillaga kjörnefndar að nýrri stjórn RKÍ
- Kynning á frambjóðendum til stjórnar
- Tillögur til breytinga á lögum RKÍ lagt fyrir aðalfund 2024 – yfirfarið af laganefnd - breytingar í Trackchanges
- Tillögur til breytinga á lögum RKÍ fyrir aðalfund 2024
- Tillaga stjórnar að tekjuskiptingu
- Tillaga um árgjald 2024-25
- Tillaga að kjörnefnd og siðanefnd
- Samstæðuársreikningur 2022
- Samstæðuársreikningur 2023
- Ályktanir aðalfundar 2024
Grand Hótel Reykjavík, Sigrúni 38, 105 Reykjavík. Fundarsalur er Háteigur, 4 hæð.
Kjörbréfum og öllum skráningum skal lokið eigi síðar en 4. apríl 2024. Kjörbréfin eru rafræn og skulu þau útfyllt af formönnum deilda á rafrænu skráningarformi hér.
Grand Hótel Reykjavík, Sigrúni 38, 105 Reykjavík
Rauði krossinn hefur tekið frá 20 herbergi á Grand Hótel Reykjavík í eina nótt, fyrir fundargesti 3. - 4. maí. Þeir sem vilja bóka herbergi eru vinsamlegast beðnir að hafa beint samband við hótelið á netfangið michael@hotelreykjavik.is og gefa upp bókunarnúmerið BH01052626 og taka fram að viðkomandi sé frá Rauða krossinum. Hafa skal samband við hótelið fyrir 25. mars nk. til að tryggja sér eitt af þessum fráteknu herbergjum. Eftir 25. mars nk. fara herbergin í almenna sölu. Hægt er að óska eftir einstaklingsherbergi eða tveggja manna herbergi og reglan er að fyrstur kemur fyrstur fær. Ef afbóka þarf herbergi er nauðsynlegt að gera það eigi síðar en 30. apríl. Sé afbókun gerð eftir þann dag er rukkað fyrir gistinguna.
Félagar sem að velja að vera viðstaddir aðalfund en eru ekki fulltrúar sinnar deildar bera persónulega kostnað af ferðum og viðveru á fundinum. Einnig greiða makar aðalfundarfulltrúa sjálfir fyrir gistikostnað.
Samkvæmt 7.gr 2mgr. laga Rauða krossins á Íslandi: Aðalfundur Rauða krossins á Íslandi er opinn öllum félögum Rauða krossins. En einungis fulltrúar deilda hafa málfrelsi, tillögu- og atkvæðisrétt með þeim takmörkunum sem leiða af grein þessari. Þeir sem vilja vera viðstaddir aðalfund en eru ekki fulltrúar deildar sinnar þurfa að skrá sig hjá landsskrifstofu með að minnsta kosti mánaðar fyrirvara.
Hlekkur á skráningareyðublað fyrir gesti og áheyrnarfulltrúa
Samkvæmt 7. gr. laga Rauða krossins á Íslandi skulu deildir tilkynna landsskrifstofu um nöfn fulltrúa sinna á aðalfundi mánuði fyrir aðalfund. Launaðir starfsmenn geta ekki setið aðalfund sem fulltrúar deilda. Hver fulltrúi fer með eitt atkvæði og getur enginn fulltrúi farið með atkvæði í umboði annars.
Ef einhverjar spurningar vakna má hafa samband við Hildi Helgu Gísladóttur í netfangið hildurg@redcross.is eða central@redcross.is
Tengiliðir deilda
Aðalheiður Jónsdóttir
Teymisstjóri neyðarvarna
Deildir: Húnavatnssýsludeild, Skagafjarðardeild, Skagastrandardeild, Djúpavogsdeild, Rangárvallasýsludeild, Klausturdeild, Víkurdeild, Hornafjarðardeild
Netfang: adalheidur@redcross.is
Sími: 8485589
Kristín S. Hjálmtýsdóttir
Framkvæmdastjóri
Deildir: Akranesdeild, Dala- og Reykhóladeild, Grundarfjarðardeild, Snæfellsbæjardeild, Vesturlandsdeild
Netfang: kristin@redcross.is
Sími: 8221413
Jón Brynjar Birgisson
Sviðsstjóri aðgerðarsviðs
Deildir: Ísafjarðar- og Bolungarvíkurdeild, Barðarstrandarsýsludeild, Dýra- og Önundarfjarðardeild, Strandarsýsludeild, Súgandafjarðardeild, Súðavíkurdeild, Hveragerðisdeild, Árnessýsludeild
Netfang: jonb@redcross.is
Sími: 8967288
Sigurbjörg Birgisdóttir
Sérfræðingur í sjálfboðaliðastjórnun
Deildir: Fjarðabyggðardeild, Múlasýsludeild, Vestmannaeyjardeild, Þingeyjarsýsludeild
Netfang: sibba@redcross.is
Sími: 8691515
Ýmsar reglur, sniðmát og skýrslur
Gögn vegna umsókna í verkefnasjóð 2024
- Gæðaviðmið verkefnasjóðs
- Fylgiskjal 1: Fjárhagsáætlun verkefnis
- Fylgiskjal 2: Verkefnaáætlun verkefnis
- Umsóknareyðublað
- Reglur verkefnasjóðs Rauða krossins á Íslandi
- Reglur um einstaklingsaðstoð
- Reglur um samræmingu starfsmannamála
- Reglur um heiti og merki Rauða krossins
- Reglur um ársreikninga, ársskýrslur og skýrsluskil deilda
Sniðmát