Innanlandsstarf
Aðalfundur Rauða krossins á Vesturlandi
28. febrúar 2023
Aðalfundur Vesturlandsdeildar verður haldinn 9. mars.

Aðalfundur Vesturlandsdeildar Rauða krossins verður haldinn fimmtudaginn 9. mars kl. 19:00 í húsnæði Símenntunar á Bjarnabraut 8, Borgarnesi.
Dagskrá fundarins:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Skýrsla stjórnar um starf deildarinnar á liðnu starfsári.
- Áritaður og skoðaður ársreikningur lagður fram til afgreiðslu.
- Framkvæmdaáætlun og fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár lagðar fram til kynningar.
- Innsendar tillögur skv. 6. mgr. 21. gr.
- Kosning deildarstjórnar skv. 21. og 22. gr.
- Kosning skoðunarmanna og varamanna þeirra. Skv. 22. gr.
- Önnur mál.
Kjörgengir í stjórn og atkvæðarétt hafa allir félagar, 18 ára og eldri, sem greiddu félagsgjöld fyrir árslok 2022. Fundirnir eru opnir öllum félagsmönnum og sjálfboðaliðum með sjálfboðaliðasamning.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
20 milljónir til Malaví vegna fellibylsins Freddy
Alþjóðastarf 24. mars 2023Rauði krossinn á Íslandi er að senda 20 milljón króna fjárstuðning til Malaví til að styðja við neyðarviðbragðið eftir að fellibylurinn Freddy olli gríðarlegu tjóni í suðurhluta landsins fyrr í mánuðinum.

Aðalfundur Hafnarfjarðar-, Garðabæjar- og Kópavogsdeildar
Almennar fréttir 24. mars 2023Aðalfundur Hafnarfjarðar-, Garðabæjar- og Kópavogsdeildar var haldinn 9. mars og gekk afar vel. Ný stjórn deildarinnar þakkar fráfarandi stjórn kærlega fyrir sitt framlag til félagsins og hlakkar til að takast á við þau verkefni sem fyrir liggja.

Söfnuðu 50 þúsund fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 17. mars 2023Tvær stelpur söfnuðu fé fyrir Rauða krossinn með kaffi- og kleinusölu í Langholtsskóla.