Innanlandsstarf

Aðalfundur Rauða krossins í Kópavogi

03. febrúar 2021

Rauði krossinn í Kópavogi boðar til aðalfundar þann 18. febrúar kl. 20.00

Rauði krossinn í Kópavogi boðar til aðalfundar þann 18. febrúar kl. 20.00

Vegna samkomutakmarkana verður fundurinn haldinn í fjarfundi.

Skráning fer fram hér, æskilegt er að skrá sig sólarhring fyrir fund. Nánari upplýsingar gefur Hulda á hulda@redcross.is.

Dagskrá fundarins er samkvæmt 21. gr. laga Rauða krossins á Íslandi og er hún eftirfarandi:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  2. Skýrsla stjórnar um starf deildarinnar á liðnu starfsári.
  3. Áritaður og skoðaður ársreikningur lagður fram til afgreiðslu.
  4. Framkvæmdaáætlun og fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár lagðar fram.
  5. Tillaga stjórnar um sameiningu Kópavogsdeildar og Hafnarfjarðar- og Garðabæjardeildar lögð fram til afgreiðslu. Kosningum í deildarstjórn frestað til stofnfundar nýrrar deildar sé tillaga um sameiningu samþykkt í báðum deildum.
  6. Kosning deildarstjórnar og varamanna þeirra fer fram sé tillaga um sameiningu felld.
  7. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga til eins árs sé tillaga um sameiningu felld.
  8. Önnur mál

Kjörgengir í stjórn og atkvæðarétt hafa allir félagar, 18 ára og eldri sem greiddu félagsgjöld fyrir 1. janúar 2021. Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum og sjálfboðaliðum með sjálfboðaliðasamning.

Stjórnin

Fréttir af starfinu

Fréttayfirlit

Mannúð í heila öld - Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli

Almennar fréttir 10. desember 2024

Í dag, 10. desember, fagnar Rauði krossinn á Íslandi 100 ára afmæli sínu. Árið 1924 var félagið stofnað vegna aukinnar vitundar um þörfina fyrir mannúðarstarfsemi á Íslandi en skortur var á kerfisbundinni neyðaraðstoð og félagslegum stuðningi fyrir þá sem lentu í áföllum. Í dag er Rauði krossinn orðinn að ómissandi hluta af samfélaginu, með sjálfboðaliðum og starfsmönnum um allt land. 

Rauði krossinn 100 ára - söfnun í samstarfi við Finnsson & Co

Almennar fréttir 03. desember 2024

Rauði krossinn á Íslandi fagnar 100 ára afmæli sínu þann 10. desember 2024. Af því tilefni höfum við sett af stað landssöfnun þar sem við óskum eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka um land allt við innlend verkefni RKÍ. Við njótum liðsinnis fyrirtækisins Finnsson & Co við söfnunina, en það hefur áður sinnt sambærilegum útgáfu- og fjáröflunarverkefnum.

Kristín S. Hjálmtýsdóttir lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi

Almennar fréttir 02. desember 2024

Stjórn Rauða krossins á Íslandi og Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins síðastliðin 9 ár, hafa gert samkomulag um starfslok hennar. Viðræður um starfslokin áttu sér stað að frumkvæði Kristínar, sem hefur nú þegar látið af störfum. Arna Harðardóttir sem gengt hefur starfi fjármálastjóra mun taka við verkefnum framkvæmdastjóra samhliða sínum störfum þar til nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn. Staðan verður auglýst innan skamms.