Innanlandsstarf

Aðalfundur Rauða krossins við Eyjafjörð

18. janúar 2023

Aðalfundur Eyjafjarðardeildar Rauða krossins verður haldinn 13. mars.

Aðalfundur Eyjafjarðardeildar Rauða krossins verður haldinn mánudaginn 13. mars kl. 18.00 í Viðjulundi 2, Akureyri - suðursal.

Dagskrá fundarins:

1. Aukinn straumur flóttafólks – á Íslandi og við Eyjafjörð.

Róbert Theodórsson verkefnastjóri Eyjafjarðardeildar í flóttamannamálum.

2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.  

3. Skýrsla stjórnar um starf deildarinnar á liðnu starfsári.

4. Áritaður og skoðaður ársreikningur lagður fram til afgreiðslu.

5. Framkvæmdaáætlun og fjárhagsáætlun fyrir yfirstandandi ár lagðar fram til kynningar.

6. Innsendar tillögur skv. 6. mgr. 21. gr.

7. Kosning deildarstjórnar skv. 21. og 22. gr. 

8. Kosning skoðunarmanna og varamanna þeirra skv. 22. gr.

9. Önnur mál. 

Kjörgengir í stjórn og með atkvæðisrétt eru allir félagar, 18 ára og eldri, sem greiddu félagsgjöld fyrir árslok 2022. Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum og sjálfboðaliðum með sjálfboðaliðasamning.

Boðið verður upp á léttar veitingar.

- Stjórn Eyjafjarðardeildar