Innanlandsstarf
Aðventuskemmtun í Sunnuhlíð
12. desember 2019
Heimsóknavinir Rauða krossins heimsækja íbúa í Sunnuhlíð reglulega og um helgina var haldin aðventuskemmtun. Íbúar, fjölskyldumeðlimir, vinir og starfsfólk nutu kræsinga og sungu saman í notalegheitum.
Síðastliðinn sunnudag fórfram aðventuskemmtun á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Heimsóknavinir Rauðakrossins heimsækja íbúa í Sunnuhlíð reglulega og hafa viðhaldið góðu samstarfi um árabil. Sunnuhlíð bauð upp á heitt kakó og Kópavogsdeild Rauðakrossins kom með ýmsar kræsingar, jólaterturog smákökur. Þar að auki voru skemmtiatriði þar sem presturinn Sunna DóraMöller las upp sögu og söng og tónlistarkonanHarpa Thorvaldsdóttir spilaði á píanó og söng jólalög. Mannskapurinn söng í kórí notalegheitum.
Rauði krossinn í Kópavogi þakkarSunnuhlíð fyrir gott samstarf á liðnu ári og sendir hátíðarkveðjur.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Börn með skotsár á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins
Alþjóðastarf 03. júlí 2025„Við höfum séð allt að 200 særða á einum degi; með skotsár, brunasár, sár eftir sprengjubrot og aðra áverka,“ segir hjúkrunarfræðingur sem starfar á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. „Við fáum til okkar börn með skotsár.“

„Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu“
Innanlandsstarf 02. júlí 2025Að vera sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum hefur þroskað Ingibjörgu Ástu Bjarnadóttur bæði persónulega og í starfi. „Hjá Rauða krossinum hef ég fengið tækifæri og traust til þess að koma mínum eigin hugmyndum á framfæri, og stuðning til þess að láta þær verða að veruleika.“

Fjármögnun neyslurýma áskorun um alla Evrópu
Innanlandsstarf 25. júní 2025Þrátt fyrir að neyslurými fyrir vímuefni hafi fyllilega sannað gildi sitt gagnvart bæði einstaklingum og samfélögum glíma þau við sama vandamálið, hvort sem þau eru í Barcelona eða Borgartúni. Starfsfólk skaðaminnkunarverkefna Rauða krossins sótti upplýsandi ráðstefnu í Strassborg.