Innanlandsstarf

Afgangsgarn nýtist í verkefni Föt sem framlag

14. desember 2018

Í morgun biðu okkar fimm fullir pokar af garni fyrir utan skrifstofu Rauða krossins í Kópavogi.

Í morgun biðu okkar fimm fullir pokar af garni fyrir utan skrifstofu Rauða krossins í Kópavogi. Þetta garn mun nýtast vel þar sem sjálfboðaliðar Föt sem framlag munu prjóna úr því fallegan og hlýjan fatnað handa börnum í Hvíta-Rússlandi. Við erum alveg einstaklega þakklát fyrir þessa veglegu gjöf og viljum þakka jólaleynivini okkar kærlega fyrir hana.