Innanlandsstarf
Áhöfnin á Júlíusi Geirmundssyni styrkir Rauða krossinn
24. mars 2022
Áhöfnin á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni frá Ísafirði vildi láta gott af sér leiða vegna hörmunganna í Úkraínu og gáfu 1.250.000 kr. til Rauða krossins.
Áhöfnin á frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni frá Ísafirði vildi láta gott af sér leiða vegna hörmunganna í Úkraínu og gáfu 1.250.000 kr. til Rauða krossins. Framlagið verður nýtt til að mæta þörfum þolenda átakanna í Úkraínu og veita neyðarþjónustu eins og tryggja aðgengi að mat, vatni, heilbrigðisþjónustu, húsaskjóli og veita sálrænan stuðning. Söfnunin nær einnig yfir hjálparstarf Rauða krossins fyrir flóttafólk á Íslandi.
„Við erum afskaplega þakklát áhöfninni fyrir þetta góða framlag sem mun nýtast vel í okkar verkefnum. Það er ómetanlegt að finna fyrir öllum þeim stuðningi sem við finnum fyrir og hvetur okkur áfram í að vinna að okkar góða starfi, bæði erlendis sem og hér á landi“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sendifulltrúanámskeið Rauða krossins
Almennar fréttir 08. júní 2023Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir umsóknum á sendifulltrúanámskeið félagsins sem haldið verður dagana 8. - 13. október.

Lærði að ýmislegt sem hún taldi í lagi var það ekki
Alþjóðastarf 05. júní 2023Yeimama Kallon frá Síerra Leóne útskrifaðist nýlega úr GEST, jafnréttisskóla GRÓ. Hún segir að námið hafa verið krefjandi og upplýsandi og muni hjálpa henni mikið við að styðja við jafnréttisverkefni í heimalandi sínu.

Seldu dót til að styrkja Rauða krossinn
Almennar fréttir 01. júní 2023Vinkonurnar Elín Sjöfn Vignis og Mattea Líf Kristinsdóttir söfnuðu fyrir Rauða krossinn og afhentu okkur afraksturinn í þarsíðustu viku.