Innanlandsstarf
Alltaf bætast í hópinn nýir hundavinir Rauða krossins
19. nóvember 2019
Alltaf bætast í hópinn nýir hundavinir Rauða krossins. Í október síðastliðnum útskrifuðust 5 hundavinir. Rauði krossinn er afar heppinn að hafa metnaðarfulla og reynda sjálfboðaliða sem halda utan um hundavinanámskeið Rauða krossins.
Alltaf bætast íhópinn nýir hundavinir Rauða krossins. Í október síðastliðnum útskrifuðust 5 hundavinirog geta þeir nú heimsótt hópa eða einstaklinga sem eftir því óska.
Rauði krossinner afar heppinn að hafa metnaðarfulla og reynda sjálfboðaliða sem halda utan umhundavinanámskeið Rauða krossins sem er annars vegar bóklegt og hins vegar verklegt.Fyrst þurfa þó hundarnir sem og eigendur þeirra að standast svokallaðgrunnhundamat þar sem metið er hæfni þeirra við að gerast hundavinir Rauða krossinsog stunda heimsóknir, sjá nánar um færniviðmið hér.
Hundar geta náðafar vel til fólks og stundum betur en við mannfólkið. Verkefnið hefur notiðmikilla vinsælda á síðastliðnum árum og eru nú um 50 hundavinir sem heimsækja fjölbreyttanhóp fólks um land allt.
Til að sækja umheimsókn frá hundavini eða til að gerast sjálfboðaliði í verkefninu er hægt aðfylla út form á síðu Rauða krossins hér.
Einnig er hægtað hafa samband við Rauða krossinn í Kópavogi í síma 5704063 eða á kopavogur@redcross.is.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Seldu heimagerð armbönd til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 23. júní 2022Þessar duglegu stúlkur gengu í hús í Hafnarfirði og seldu heimagerð armbönd til styrktar hjálparstarfi Rauða krossins í Úkraínu og söfnuðu þær alls 44 þúsund krónum.

Jarðskjálfti í Afganistan
Almennar fréttir 22. júní 2022Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn eru til staðar í Afganistan og sinna neyðarviðbrögðum á svæðinu þar sem mannskæður jarðskjálfti reið yfir í morgun.

Seldu perl á Selfossi til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 21. júní 2022Þessir duglegu krakkar gengu í hús á Selfossi og seldu perl til styrktar Rauða krossinum. Alls söfnuðu þau 51.216 kr.