Innanlandsstarf
Alltaf bætast í hópinn nýir hundavinir Rauða krossins
19. nóvember 2019
Alltaf bætast í hópinn nýir hundavinir Rauða krossins. Í október síðastliðnum útskrifuðust 5 hundavinir. Rauði krossinn er afar heppinn að hafa metnaðarfulla og reynda sjálfboðaliða sem halda utan um hundavinanámskeið Rauða krossins.
Alltaf bætast íhópinn nýir hundavinir Rauða krossins. Í október síðastliðnum útskrifuðust 5 hundavinirog geta þeir nú heimsótt hópa eða einstaklinga sem eftir því óska.
Rauði krossinner afar heppinn að hafa metnaðarfulla og reynda sjálfboðaliða sem halda utan umhundavinanámskeið Rauða krossins sem er annars vegar bóklegt og hins vegar verklegt.Fyrst þurfa þó hundarnir sem og eigendur þeirra að standast svokallaðgrunnhundamat þar sem metið er hæfni þeirra við að gerast hundavinir Rauða krossinsog stunda heimsóknir, sjá nánar um færniviðmið hér.
Hundar geta náðafar vel til fólks og stundum betur en við mannfólkið. Verkefnið hefur notiðmikilla vinsælda á síðastliðnum árum og eru nú um 50 hundavinir sem heimsækja fjölbreyttanhóp fólks um land allt.
Til að sækja umheimsókn frá hundavini eða til að gerast sjálfboðaliði í verkefninu er hægt aðfylla út form á síðu Rauða krossins hér.
Einnig er hægtað hafa samband við Rauða krossinn í Kópavogi í síma 5704063 eða á kopavogur@redcross.is.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitFrábær fyrsti mánuður í neyslurými Rauða krossins
Innanlandsstarf 13. september 2024Ylja – Neyslurými Rauða krossins hefur nú verið starfrækt í Borgartúni einn mánuð. Verkefnið hefur farið mjög vel af stað þennan fyrsta mánuð, ekkert óvænt hefur komið upp á og skjólstæðingar sem nýta þjónustuna lýsa mikilli ánægju með hana.
Vel heppnað málþing um málefni barna á flótta
Innanlandsstarf 03. september 2024Nýverið fór fram vel heppnað málþing um áskoranir barna á flótta í íslensku skólakerfi, en nýtt fræðsluefni um málaflokkinn var að koma út. Á þinginu kom fram hve mikilvægt er að börnin fái góðar móttökur og að þó að mikill árangur hafi náðst á þessu sviði sé enn mikið verk fyrir höndum.
Söfnuðu fyrir börn í Úkraínu og Palestínu
Almennar fréttir 26. ágúst 2024Vinirnir Elías Andri Grétarsson, Dagur Rafn Atlason og Björgvin Atli Jóhannesson afhentu okkur afrakstur af söfnun sinni, sem verður nýtt til að hjálpa börnum í Úkraínu og Palestínu.