Innanlandsstarf
ASÍ styrkir jólaaðstoð Rauða krossins
12. desember 2019
ASÍ, afhenti á dögunum 800 þúsund krónur í jólaaðstoð Rauða krossins.
Frétt frá ASÍ:
,,Drífa Snædal, forseti ASÍ, afhenti á dögunum 800 þúsund krónur í jólaaðstoð Rauða krossins. Það var Kristín Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands sem veitti styrknum viðtöku.
Rauði krossinn á Íslandi veitir fólki sem býr við fátækt eða á í erfiðleikum, sérstaka aðstoð fyrir jólin með hjálp frá almenningi og fyrirtækjum um allt land. Markmið jólaaðstoðar Rauða krossins er að aðstoða þá sem eiga erfitt með að halda gleðileg jól vegna bágrar fjárhagsstöðu. Aðstoðin felst í fjárstyrkjum, matarúthlutunum og fatakortum eftir því sem við á.
Í fyrra óskuðu rúmlega 900 manns víðs vegar um landið eftir jólaaðstoð hjá Rauða krossinum. Á bak við úthlutanir eru gjarnan fjölskyldur og er fjöldinn sem nýtur góðs af aðstoðinni því töluvert meiri. Þetta er umtalsverð fjölgun frá því 2017 en auk þess þurfa þeir sem sækja um núna meiri hjálp og eru verr staddir en oft áður. Fólki í neyð er ávallt bent á að snúa sér til deilda Rauða krossins á sínu heimasvæði en deildir félagsins um allt land veita aðstoð til einstaklinga og fjölskyldna fyrir jólin, oft í samvinnu við mæðrastyrksnefndir og Hjálparstarf kirkjunnar á hverjum stað.
Rauði krossinn þakkar ASÍ kærlega fyrir þennan stuðning.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitSeldu perl til styrktar Rauða krossinum
Almennar fréttir 01. nóvember 2024Fjórar vinkonur gengu í hús í Síðuhverfi á Akureyri og seldu perl til styrktar Rauða krossinum.
Rauði krossinn og íslensk stjórnvöld undirrita heit á sviði mannúðarmála
Almennar fréttir 31. október 2024Íslensk stjórnvöld og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað fimm heit á sviði mannúðarréttar og mannúðarmála.
Héldu tombólu fyrir fátæk börn
Almennar fréttir 24. október 2024Fjórar vinkonur úr Hafnarfirði héldu nýlega tombólu til að styrkja fátæk börn í Afríku.