Innanlandsstarf
ASÍ styrkir jólaaðstoð Rauða krossins
12. desember 2019
ASÍ, afhenti á dögunum 800 þúsund krónur í jólaaðstoð Rauða krossins.
Frétt frá ASÍ:
,,Drífa Snædal, forseti ASÍ, afhenti á dögunum 800 þúsund krónur í jólaaðstoð Rauða krossins. Það var Kristín Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands sem veitti styrknum viðtöku.
Rauði krossinn á Íslandi veitir fólki sem býr við fátækt eða á í erfiðleikum, sérstaka aðstoð fyrir jólin með hjálp frá almenningi og fyrirtækjum um allt land. Markmið jólaaðstoðar Rauða krossins er að aðstoða þá sem eiga erfitt með að halda gleðileg jól vegna bágrar fjárhagsstöðu. Aðstoðin felst í fjárstyrkjum, matarúthlutunum og fatakortum eftir því sem við á.
Í fyrra óskuðu rúmlega 900 manns víðs vegar um landið eftir jólaaðstoð hjá Rauða krossinum. Á bak við úthlutanir eru gjarnan fjölskyldur og er fjöldinn sem nýtur góðs af aðstoðinni því töluvert meiri. Þetta er umtalsverð fjölgun frá því 2017 en auk þess þurfa þeir sem sækja um núna meiri hjálp og eru verr staddir en oft áður. Fólki í neyð er ávallt bent á að snúa sér til deilda Rauða krossins á sínu heimasvæði en deildir félagsins um allt land veita aðstoð til einstaklinga og fjölskyldna fyrir jólin, oft í samvinnu við mæðrastyrksnefndir og Hjálparstarf kirkjunnar á hverjum stað.
Rauði krossinn þakkar ASÍ kærlega fyrir þennan stuðning.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Börn með skotsár á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins
Alþjóðastarf 03. júlí 2025„Við höfum séð allt að 200 særða á einum degi; með skotsár, brunasár, sár eftir sprengjubrot og aðra áverka,“ segir hjúkrunarfræðingur sem starfar á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. „Við fáum til okkar börn með skotsár.“

„Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu“
Innanlandsstarf 02. júlí 2025Að vera sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum hefur þroskað Ingibjörgu Ástu Bjarnadóttur bæði persónulega og í starfi. „Hjá Rauða krossinum hef ég fengið tækifæri og traust til þess að koma mínum eigin hugmyndum á framfæri, og stuðning til þess að láta þær verða að veruleika.“

Fjármögnun neyslurýma áskorun um alla Evrópu
Innanlandsstarf 25. júní 2025Þrátt fyrir að neyslurými fyrir vímuefni hafi fyllilega sannað gildi sitt gagnvart bæði einstaklingum og samfélögum glíma þau við sama vandamálið, hvort sem þau eru í Barcelona eða Borgartúni. Starfsfólk skaðaminnkunarverkefna Rauða krossins sótti upplýsandi ráðstefnu í Strassborg.