Innanlandsstarf

Atlantsolía keyrir áfram neyðarvarnir og skaðaminnkun Rauða krossins

04. desember 2023

Atlantsolía og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað samstarfssaming.

Starfsfólk Rauða krossins og Atlantsolíu við undirritun samningsins.

Atlantsolía og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað samstarfssaming sem í felst styrkur til eldsneytisnotkunar fyrir bifreiðar Rauða krossins sem eru notaðar í skaðaminnkunarverkefninu Frú Ragnheiður og í neyðarvarnastarfi félagsins. Samningurinn er til þriggja ára.

Við þökkum Atlantsolíu kærlega fyrir þennan rausnarlega og mikilvæga stuðning!