Innanlandsstarf
Félagsvinir eftir afplánun -Sérfræðingur í mannauðsmálum á opnu húsi
21. mars 2019
Á opnu húsi, 27. mars verður Gauja Hálfdánardóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum með kynningu á gerð ferilskrár ásamt hagnýtum atriðum við atvinnuviðtöl.
Á opnu húsi 27. mars verður Gauja Hálfdánardóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum með kynningu á gerð ferilskrár ásamt hagnýtum atriðum við atvinnuviðtöl.
Opið hús er alla miðvikudaga frá klukkan 19:00 til 21:00. Þar er hægt að fá upplýsingar og stuðning og jafnvel hitta annað fólk sem hefur sömu reynslu að baki. Þar verður einnig boðið upp á stutt fræðsluerindi og ýmis konar aðstoð svo sem við gerð ferilskrár, atvinnuleit, áhugasviðskönnun og fleira sem nýtist við daglegt líf. Léttar veitingar í boði.
-----
Next Wednesday, on March 27th Gauja Hálfdánardóttir, a human resources specialist will be at our open house to provide important information about how to make a CV and how to present yourself at job interviews.
Our open house is every Wednesday from 19:00-21:00. There you can meet other people that have similar experience and seek advice and support. We offer short informative presentations and help with e.g. making a CV, job seeking, interest surveys and more topics that are useful in daily life.
Light refreshments available.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stöðvum helvíti á jörðu
Alþjóðastarf 09. júlí 2025„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“

Mikilvægt að fá að vera til staðar fyrir fólk í afplánun
Innanlandsstarf 08. júlí 2025Pétur Kristófersson, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, heimsækir fanga og spjallar við þá um það sem á þeim brennur. Tilgangurinn er að aðstoða þá við undirbúning fyrir lífið eftir afplánun.

Börn með skotsár á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins
Alþjóðastarf 03. júlí 2025„Við höfum séð allt að 200 særða á einum degi; með skotsár, brunasár, sár eftir sprengjubrot og aðra áverka,“ segir hjúkrunarfræðingur sem starfar á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. „Við fáum til okkar börn með skotsár.“