Innanlandsstarf
Félagsvinir eftir afplánun -Sérfræðingur í mannauðsmálum á opnu húsi
21. mars 2019
Á opnu húsi, 27. mars verður Gauja Hálfdánardóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum með kynningu á gerð ferilskrár ásamt hagnýtum atriðum við atvinnuviðtöl.
Á opnu húsi 27. mars verður Gauja Hálfdánardóttir, sérfræðingur í mannauðsmálum með kynningu á gerð ferilskrár ásamt hagnýtum atriðum við atvinnuviðtöl.
Opið hús er alla miðvikudaga frá klukkan 19:00 til 21:00. Þar er hægt að fá upplýsingar og stuðning og jafnvel hitta annað fólk sem hefur sömu reynslu að baki. Þar verður einnig boðið upp á stutt fræðsluerindi og ýmis konar aðstoð svo sem við gerð ferilskrár, atvinnuleit, áhugasviðskönnun og fleira sem nýtist við daglegt líf. Léttar veitingar í boði.
-----
Next Wednesday, on March 27th Gauja Hálfdánardóttir, a human resources specialist will be at our open house to provide important information about how to make a CV and how to present yourself at job interviews.
Our open house is every Wednesday from 19:00-21:00. There you can meet other people that have similar experience and seek advice and support. We offer short informative presentations and help with e.g. making a CV, job seeking, interest surveys and more topics that are useful in daily life.
Light refreshments available.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitKvennadeild Reykjavíkurdeildar styrkir Frú Ragnheiði um 1.300.000 krónur
Almennar fréttir 24. janúar 2025Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða krossins afhenti nýverið skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiði, styrk að andvirði 1.300.000 króna. Upphæðin er afrakstur sölu á jólabasar kvennadeildarinnar, auk handverks sem framleitt var af Prjónahópnum og selt í sölubúðum á Landspítalanum við Hringbraut og í Fossvogi.
Neyðarsöfnun fyrir íbúa Gaza
Almennar fréttir 23. janúar 2025Milljónir Palestínufólks á Gaza þurfa hjálp – strax. Rauði krossinn safnar fyrir mat, skjóli, hreinu vatni og heilbrigðisaðstoð.
Hugmyndarík frændsystkin söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 23. janúar 2025Frændsystkinin þrjú, Árný Ýr, Bjarki Freyr og Tinna eru aldeilis hugmyndarík þegar kemur að því að safna fé fyrir Rauða krossinn. Þau ákváðu að setja upp sína eigin litlu nuddstofu og bjóða fjölskyldu og ættingjum í fóta- og herðanudd gegn framlagi til söfnunarinnar.