Innanlandsstarf
Fjöldahjálparstöðvar á þremur stöðum á Austurlandi
27. mars 2023
Rauði krossinn hefur opnað fjöldahjálparstöðvar í Neskaupstað og á Seyðisfirði og Eskifirði vegna snjóflóða og snjóflóðahættu.

Rauði krossinn á Íslandi hefur opnað þrjár fjöldahjálparstöðvar til að taka á móti þeim sem þurfa skjól vegna snjóflóða og snjóflóðahættu á Austurlandi. Þær eru í Egilsbúð í Neskaupstað, Herðubreið í Seyðisfirði og Grunnskólanum á Eskifirði.
Í fjöldahjálparstöðvunum fær fólk skjól, sálræna fyrstu hjálp, upplýsingar og grunnþörfum þeirra er sinnt.
Rúmlega 300 gestir hafa komið í fjöldahjálparstöðina í Egilsbúð, einhverjir hafa fundið gistingu annars staðar en það er útlit fyrir að nokkur fjöldi gisti þar. Um 60 manns hafa komið í fjöldahjálparstöðina á Seyðisfirði og tæplega 70 á þá sem er í Eskifirði. Mörg hafa fundið skjól og gistingu annars staðar.
1717 er til taks
Mörg okkar upplifa erfiðar tilfinningar eins og áhyggjur eða ótta vegna snjóflóðanna og snjóflóðahættunnar. Við minnum á að það er alltaf hægt að leita til Hjálparsímans 1717 og netspjallsins 1717.is. Ekki hika við að hafa samband til að fá upplýsingar eða hvers konar stuðning. Ekkert vandamál er of stórt eða lítið, fullum trúnaði er heitið og það er ókeypis að hafa samband.

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Þörf á tafarlausu og varanlegu vopnahléi á Gaza
Alþjóðastarf 08. desember 2023Allir aðilar átakanna á Gaza verða að virða alþjóðleg mannúðarlög. Ef þau eru endurtekið virt að vettugi verður erfiðara að finna pólitíska lausn til að binda enda á þær hörmungar sem almennir borgarar á Gaza eru að upplifa.

Atlantsolía keyrir áfram neyðarvarnir og skaðaminnkun Rauða krossins
Innanlandsstarf 04. desember 2023Atlantsolía og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað samstarfssaming.

Perluvinkonur styrktu börn sem lifa við fátækt
Innanlandsstarf 04. desember 2023Vinkonurnar og frænkurnar Tinna Gísladóttir og Árný Ýr Jónsdóttir ákváðu nýverið að nýta hæfileika sína í perli til að láta gott af sér leiða og hjálpa börnum í slæmum aðstæðum.