Innanlandsstarf
Framlag frá Færeyjum og úthlutun heldur áfram
02. febrúar 2024
Rauði krossinn í Færeyjum hefur stutt neyðarsöfnunina fyrir Grindvíkinga og um helmingnum af því fé sem hefur safnast hefur verið úthlutað. Úthlutun stendur yfir þar til allt fé sem safnast er komið til Grindvíkinga.
Rauði krossinn á Íslandi hefur fengið tæplega 10 milljón króna framlag frá Rauða krossinum í Færeyjum í neyðarsöfnunina fyrir Grindvíkinga. Rauði krossinn á Íslandi hefur nú alls úthlutað rétt rúmlega 20 milljónum króna til Grindvíkinga.
Rauði krossinn í Færeyjum hafði samband við Rauða krossinn á Íslandi og bauð fram stuðning við söfnunina, en þau vildu leggja sitt af mörkum til að styðja Grindvíkinga á þessum erfiðu tímum. Ákveðið var að blása til söfnunar og afrakstur hennar er nú kominn til skila til Rauða krossins á Íslandi.
Rauði krossinn á Íslandi er afar þakklát systurfélagi sínu í Færeyjum, enda er ómetanlegt að eiga svona góða granna, sem rétta fram hjálparhönd óumbeðnir.
Tæpur helmingur kominn til Grindvíkinga
Alls hefur Rauði krossinn á Íslandi nú safnað rúmlega 41 milljón króna, en söfnunin er enn í fullum gangi. Þar af hefur rétt rúmlega 20 milljónum króna verið úthlutað til 642 Grindvíkinga.
Úthlutunin er einnig enn yfirstandandi og hún heldur áfram þar til öllu því fé sem hefur safnast hefur verið komið til Grindvíkinga, að undanskildum kostnaði við söfnunina, sem er vel innan við 1% af heildarupphæðinni.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitCoca-Cola og Rauði krossinn hjálpa umsækjendum um alþjóðlega vernd að aðlagast íslensku samfélagi
Innanlandsstarf 25. september 2024Coca-Cola Europacific Partners(CCEP) á Íslandi og Rauði krossinn á Íslandi hafa undirritað samstarfssamning um nýtt verkefni sem kallast „Lyklar að íslensku samfélagi – The Keys to Society“ og miðar að því að styðja og valdefla umsækjendur um alþjóðlega vernd.
Frábær fyrsti mánuður í neyslurými Rauða krossins
Innanlandsstarf 13. september 2024Ylja – Neyslurými Rauða krossins hefur nú verið starfrækt í Borgartúni einn mánuð. Verkefnið hefur farið mjög vel af stað þennan fyrsta mánuð, ekkert óvænt hefur komið upp á og skjólstæðingar sem nýta þjónustuna lýsa mikilli ánægju með hana.
Vel heppnað málþing um málefni barna á flótta
Innanlandsstarf 03. september 2024Nýverið fór fram vel heppnað málþing um áskoranir barna á flótta í íslensku skólakerfi, en nýtt fræðsluefni um málaflokkinn var að koma út. Á þinginu kom fram hve mikilvægt er að börnin fái góðar móttökur og að þó að mikill árangur hafi náðst á þessu sviði sé enn mikið verk fyrir höndum.