Innanlandsstarf
Frú Ragnheiður keyrir öll jólin
22. desember 2022
Skaðaminnkunarverkefnið Frú Ragnheiður verður á ferðinni milli klukkan 18-21 alla hátíðardagana sem eru framundan og verður með jólamat og jólagjafir, auk hefðbundinnar þjónustu.

Mikilvægt er að þjónustan falli ekki niður yfir hátíðirnar og Rauði krossinn er afar þakklátur sjálfboðaliðum verkefnisins fyrir að vera tilbúin til að standa vaktirnar yfir hátíðirnar.
„Við höfum fundið fyrir því í gegnum árin hversu mikilvægt það er fyrir notendur Frú Ragnheiðar að þjónustan okkar haldist óskert yfir hátíðirnar,“ segir Hafrún Elísa Sigurðardóttir, teymisstýra Skaðaminnkunar. „Jólin geta verið þungbær, en mörg af notendum Frú Ragnheiðar hafa misst tengsl við fjölskyldur sínar og því er mikilvægt að við séum til staðar.“
Örugg og þægileg jólastemmning
„Sjálfboðaliðar Frú Ragnheiðar standa vaktirnar yfir hátíðirnar sem og öll önnur kvöld. Við verðum með gjafir og jólamat og leggjum upp með að mynda örugga og þægilega stemningu í bílnum,“ segir Hafrún. „Það er ómetanlegt fyrir verkefnið að sjálfboðaliðar séu tilbúin að gefa tíma sinn á þessum dögum því án þeirra gætum við ekki þjónustað notendur okkar á þessum viðkvæmu tímum.“
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Listsköpun, leikur og lærdómur
Innanlandsstarf 15. júlí 2025„Þetta voru góðar og gefandi samverustundir og mætingin var mjög góð,“ segir Yana Miz, verkefnisstjóri Wellbeing4U hjá Rauða krossinum, um uppskeruhátíð verkefnisins þar sem tugir flóttafólks frá Úkraínu á öllum aldri komu saman.

Stöðvum helvíti á jörðu
Alþjóðastarf 09. júlí 2025„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“

Mikilvægt að fá að vera til staðar fyrir fólk í afplánun
Innanlandsstarf 08. júlí 2025Pétur Kristófersson, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, heimsækir fanga og spjallar við þá um það sem á þeim brennur. Tilgangurinn er að aðstoða þá við undirbúning fyrir lífið eftir afplánun.