Innanlandsstarf
Fyrir alla sem vilja þjálfa sig í íslensku
10. janúar 2019
Verkefnið Æfingin skapar meistarann, íslenskuþjálfun fyrir fólk af erlendum uppruna hefur störf á nýju ári laugardaginn 12. janúar kl. 10-12 í húsnæði Mímis.
Verkefnið Æfingin skapar meistarann, íslenskuþjálfun fyrir fólk af erlendum uppruna hefur störf á nýju ári laugardaginn 12. janúar kl. 10-12 í húsnæði Mímis. Rauði krossinn í Kópavogi í samstarfi við Mími-símenntun fóru af stað með verkefnið vorið 2017 og þátttaka eykst með hverri önn. Sjálfboðaliðar og þátttakendur hittast einu sinni í viku og tala saman á íslensku. Tilgangur verkefnisins er að rjúfa félagslega einangrun og markmiðið er að þjálfa talmál og auka orðaforða. Í hverjum tíma er tekið fyrir ákveðið þema sem nýtist í daglegu lífi, eins og samgöngur, verslun, matur, húsnæðismál o.fl. Hópnum er skipt í smærri hópa þar sem þátttakendur fá tækifæri til þess að þjálfa sig í málinu á sínum hraða. Listasafn Íslands hefur einnig tekið þátt með því að bjóða þátttakendum á sýningar og á þann hátt öðlast þeir innsýn í sögu landsins og læra íslensku í leiðinni. Allir eru velkomnir að taka þátt og við hlökkum til að vera með ykkur á nýju ári.
Æfingin skapar meistarann fer fram alla laugardaga kl. 10-12. Athugið að æskilegt er að vera með grunn í íslensku.
Hvar: Mímir Símenntun, Höfðabakki 9, 110 Reykjavík.
Hvenær: Alla laugardaga kl. 10-12.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.