Innanlandsstarf

Hundavinir á Stórhundadögum

21. mars 2019

Sjálfboðaliðar Rauða krossins voru á Stórhundadögum í Garðheimum þar sem þeir kynntu verkefni sitt, Hundavinir.

Síðastliðna helgi voru haldnir Stórhundadagar í Garðheimum. Sjálfboðaliðar Hundavina Rauða krossins ásamt sínum gleðigjöfum voru á staðnum til að kynna verkefnin sín. Heimsóknahundar Rauða krossins eru af öllum stærðum og gerðum en þeir sinna fjölbreyttum verkefnum um land allt. Þeir eru að heimsækja á mörgum einkaheimilum, stofnunum og á nánast öllum dvalarheimilum á höfuðborgarsvæðinu. Einnig heimsækja þeir mörg dvalarheimili úti á landi. Þetta verkefni hefur notið mikilla vinsælda og eins og rannsóknir hafa sýnt þá geta hundar náð vel til einstaklinga, bæði fullorðinna og barna og oft mun betur en mannfólk gerir.

Ef þú hefur áhuga á að gerast heimsóknarvinur með hund eða fá hundavin í heimsókn vinsamlegast hafðu samband í síma 570-4000 eða á kopavogur@redcross.is.

\"Kria-og-Haraldur\"