Innanlandsstarf
Hundavinir á Stórhundadögum
21. mars 2019
Sjálfboðaliðar Rauða krossins voru á Stórhundadögum í Garðheimum þar sem þeir kynntu verkefni sitt, Hundavinir.
Síðastliðna helgi voru haldnir Stórhundadagar í Garðheimum. Sjálfboðaliðar Hundavina Rauða krossins ásamt sínum gleðigjöfum voru á staðnum til að kynna verkefnin sín. Heimsóknahundar Rauða krossins eru af öllum stærðum og gerðum en þeir sinna fjölbreyttum verkefnum um land allt. Þeir eru að heimsækja á mörgum einkaheimilum, stofnunum og á nánast öllum dvalarheimilum á höfuðborgarsvæðinu. Einnig heimsækja þeir mörg dvalarheimili úti á landi. Þetta verkefni hefur notið mikilla vinsælda og eins og rannsóknir hafa sýnt þá geta hundar náð vel til einstaklinga, bæði fullorðinna og barna og oft mun betur en mannfólk gerir.
Ef þú hefur áhuga á að gerast heimsóknarvinur með hund eða fá hundavin í heimsókn vinsamlegast hafðu samband í síma 570-4000 eða á kopavogur@redcross.is.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitKvennadeild Reykjavíkurdeildar styrkir Frú Ragnheiði um 1.300.000 krónur
Almennar fréttir 24. janúar 2025Kvennadeild Reykjavíkurdeildar Rauða krossins afhenti nýverið skaðaminnkunarverkefni Rauða krossins, Frú Ragnheiði, styrk að andvirði 1.300.000 króna. Upphæðin er afrakstur sölu á jólabasar kvennadeildarinnar, auk handverks sem framleitt var af Prjónahópnum og selt í sölubúðum á Landspítalanum við Hringbraut og í Fossvogi.
Neyðarsöfnun fyrir íbúa Gaza
Almennar fréttir 23. janúar 2025Milljónir Palestínufólks á Gaza þurfa hjálp – strax. Rauði krossinn safnar fyrir mat, skjóli, hreinu vatni og heilbrigðisaðstoð.
Hugmyndarík frændsystkin söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 23. janúar 2025Frændsystkinin þrjú, Árný Ýr, Bjarki Freyr og Tinna eru aldeilis hugmyndarík þegar kemur að því að safna fé fyrir Rauða krossinn. Þau ákváðu að setja upp sína eigin litlu nuddstofu og bjóða fjölskyldu og ættingjum í fóta- og herðanudd gegn framlagi til söfnunarinnar.