Innanlandsstarf
Kvennadeild styrkti tómstundasjóð flóttabarna
27. febrúar 2023
Kvennadeild Rauða krossins styrkti sjóðinn um eina milljón króna.

Handverkshópur Kvennadeildar Rauða krossins náði að safna einni milljón króna á árlegum jólabasar sínum og í ár var ákveðið að styrkja tómstundasjóð flóttabarna, sem fjármagnar tómstundastarf fyrir börn flóttafólks á Íslandi.
Hér má finna nánari upplýsingar um sjóðinn og úthlutunarreglur hans.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kvennadeildin lætur afrakstur jólabasarsins renna til góðs málefnis, en í fyrra var Ferðafélagið Víðsýn styrkt.
Við þökkum Kvennadeildinni kærlega fyrir rausnarlegt framlag þeirra í þágu mannúðar!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
20 milljónir til Malaví vegna fellibylsins Freddy
Alþjóðastarf 24. mars 2023Rauði krossinn á Íslandi er að senda 20 milljón króna fjárstuðning til Malaví til að styðja við neyðarviðbragðið eftir að fellibylurinn Freddy olli gríðarlegu tjóni í suðurhluta landsins fyrr í mánuðinum.

Aðalfundur Hafnarfjarðar-, Garðabæjar- og Kópavogsdeildar
Almennar fréttir 24. mars 2023Aðalfundur Hafnarfjarðar-, Garðabæjar- og Kópavogsdeildar var haldinn 9. mars og gekk afar vel. Ný stjórn deildarinnar þakkar fráfarandi stjórn kærlega fyrir sitt framlag til félagsins og hlakkar til að takast á við þau verkefni sem fyrir liggja.

Söfnuðu 50 þúsund fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 17. mars 2023Tvær stelpur söfnuðu fé fyrir Rauða krossinn með kaffi- og kleinusölu í Langholtsskóla.