Innanlandsstarf
Kvennadeild styrkti tómstundasjóð flóttabarna
27. febrúar 2023
Kvennadeild Rauða krossins styrkti sjóðinn um eina milljón króna.

Handverkshópur Kvennadeildar Rauða krossins náði að safna einni milljón króna á árlegum jólabasar sínum og í ár var ákveðið að styrkja tómstundasjóð flóttabarna, sem fjármagnar tómstundastarf fyrir börn flóttafólks á Íslandi.
Hér má finna nánari upplýsingar um sjóðinn og úthlutunarreglur hans.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kvennadeildin lætur afrakstur jólabasarsins renna til góðs málefnis, en í fyrra var Ferðafélagið Víðsýn styrkt.
Við þökkum Kvennadeildinni kærlega fyrir rausnarlegt framlag þeirra í þágu mannúðar!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Öflugt hjálparstarf í Marokkó en framtíðin ótrygg
Alþjóðastarf 29. september 2023Rauði hálfmáninn í Marokkó hefur náð miklum árangri í hjálparstarfi sínu vegna jarðskjálftans sem varð þar fyrir þremur vikum, en það er mikil þörf á langtíma stuðningi á svæðunum sem urðu verst úti.

Enn hamfaraástand í Líbíu
Alþjóðastarf 27. september 2023Líbíska þjóðin stendur enn frammi fyrir gríðarlegum áskorunum vegna hamfaranna sem fylgdu storminum Daníel fyrr í mánuðinum. Rauði krossinn hefur lagt sitt af mörkum til taka þátt í neyðarviðbragðinu.

Söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Almennar fréttir 20. september 2023Þessar stelpur söfnuðu fyrir Rauða krossinn með ýmsum aðferðum.