Innanlandsstarf

Kynntu geðheilbrigðisstarf og sálrænan stuðning við flóttafólk

31. ágúst 2022

Elfa Dögg S. Leifsdóttir og Sóley Ómarsdóttir kynntu starf Rauða krossins í geðheilbrigði og sálfélagslegum stuðningi við flóttafólk fyrir teymi sálfræðinga hjá Velferðasviði Reykjavíkurborgar.

Elfa Dögg S. Leifsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri heilbrigðisverkefna, og Sóley Ómarsdóttir, sérfræðingur í sálfélagslegum stuðningi, kynntu starf Rauða krossins í geðheilbrigði og sálfélagslegum stuðningi við flóttafólk fyrir teymi sálfræðinga sem Alþjóðateymi Velferðasviðs Reykjavíkurborgar heldur utan um.

Í teyminu eru skólasálfræðingar frá öllum hverfamiðstöðvum borgarinnar, Barnavernd Reykjavíkur, Ráðgjafar- og greiningarstöð og Þróunarmiðstöð Íslenskrar Heilsugæslu.

Markmið fundarins var að efla samstarf á milli Reykjavíkurborgar og Rauða krossins og deila þekkingu og reynslu í geðheilbrigðismálum- og gagnkvæmri aðlögun flóttafólks.