Innanlandsstarf
Mikið að gera í fataverkefni Rauða krossins
17. janúar 2019
Landsmenn eru duglegir að skila fötum í fatagáma Rauða krossins eftir jólahátíðina. Rauði krossinn vinnur hörðum höndum að því að vinna úr öllu því magni sem fólk hefur gefið til góðargerðarmála.
Eins og síðustu ár voru landsmenn duglegir að skila fötum í fatagáma Rauða krossins eftir jólahátíðina. Nú ber svo við að starfsmenn og sjálfboðaliðar í Fataflokkun Rauða krossins hafa ekki undan því mikla magni sem hefur verið skilað inn í fatagáma félagsins. Einnig hefur flöskuháls myndast við sendingar til úrvinnsluaðila erlendis sem sér um að taka við fatagámum eftir jólafrí þar ytra. Með hjálp duglegra sjálfboðaliða vinnur Rauði krossinn hörðum höndum að því að vinna úr öllu því magni sem fólk hefur gefið til góðargerðarmála síðustu misserin og eru vonir bundnar við að hægt sé að vinna úr öllu þessu uppsafnaða magni á næstu dögum eða vikum. Rauða kross verslanir eru fullar af nýjum vörum og þar eru hægt að gera góð kaup, styðja gott málefni og stuðla að endurnýtingu í leiðinni.
Af gefnu tilefni vill Rauði krossinn biðla sérstaklega til allra að flokka vel það sem fer í Rauða kross gámana því eingöngu fatnaður (skór, úlpur, treflar o.s.frv) auk annars textíls (handklæði, rúmfatnaður, efni o.s.frv.) skal setja í gáma Rauða krossins í vel lokuðum pokum. Á þetta við hvort sem um er að ræða gáma á landsbyggðinni eða á höfuðborgarsvæðinu og móttökustöðvum Sorpu. Því miður hefur borið á því að ótrúlegustu hlutir eins og heimilisúrgangur, notaðar bleyjur og matarleyfar hafa skilað sér í gáma Rauða krossins sem getur bæði skemmt fötin og valdið vandræðum við alla fataflokkun.
Rauði krossinn þakkar öllur landsmönnum fyrir stuðning við mikilvægt góðargerðarstarf hreyfingarinnar og hvetur alla til að flokka vel það sem fer í fatagáma Rauða krossins og gæta þess að þangað fari eingöngu föt. Fataflokkunarverkefni Rauða krossins hefur fengið frábærar viðtökur en samtals safnast um 3000 tonn af fötum á hverju ári, frá landsmönnum.
Eins og þessar tölur gefa til kynna er alltaf þörf á fleiri sjálfboðaliðum í fataverkefni Rauða krossins. Það er mjög lærdómsríkt og gefandi geta lagt sín lóð á vogarskálarnar og gerast sjálfboðaliði í þessu mikilvægu umhverfisverkefni Rauða krossins. Hér er hægt að skrá sig sem sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Stöðvum helvíti á jörðu
Alþjóðastarf 09. júlí 2025„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“

Mikilvægt að fá að vera til staðar fyrir fólk í afplánun
Innanlandsstarf 08. júlí 2025Pétur Kristófersson, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, heimsækir fanga og spjallar við þá um það sem á þeim brennur. Tilgangurinn er að aðstoða þá við undirbúning fyrir lífið eftir afplánun.

Börn með skotsár á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins
Alþjóðastarf 03. júlí 2025„Við höfum séð allt að 200 særða á einum degi; með skotsár, brunasár, sár eftir sprengjubrot og aðra áverka,“ segir hjúkrunarfræðingur sem starfar á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. „Við fáum til okkar börn með skotsár.“