Innanlandsstarf
Perluvinkonur styrktu börn sem lifa við fátækt
04. desember 2023
Vinkonurnar og frænkurnar Tinna Gísladóttir og Árný Ýr Jónsdóttir ákváðu nýverið að nýta hæfileika sína í perli til að láta gott af sér leiða og hjálpa börnum í slæmum aðstæðum.

Snemma í október sáu vinkonurnar og frænkurnar Tinna Gísladóttir og Árný Ýr Jónsdóttir fréttir þar sem fjallað var um stríð og fátækt, svo þær ákváðu að nýta hæfileika sína í perli til að láta gott af sér leiða og hjálpa börnum í slæmum aðstæðum.
Þær sátu við í nokkrar vikur og perluðu ýmis konar skraut. Þegar þær voru búnar að fylla heilan kassa af perli gengu þær milli húsa og buðu það til sölu. Það gekk alveg ljómandi vel og í heildina söfnuðust 16.323 krónur.
Það voru því stoltar frænkur sem komu og afhentu Rauða krossinum afraksturinn og ekki skemmir gleðin við að sjá skrautið hangandi í gluggum á heimilum og bílum nágranna sinna.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Listsköpun, leikur og lærdómur
Innanlandsstarf 15. júlí 2025„Þetta voru góðar og gefandi samverustundir og mætingin var mjög góð,“ segir Yana Miz, verkefnisstjóri Wellbeing4U hjá Rauða krossinum, um uppskeruhátíð verkefnisins þar sem tugir flóttafólks frá Úkraínu á öllum aldri komu saman.

Stöðvum helvíti á jörðu
Alþjóðastarf 09. júlí 2025„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“

Mikilvægt að fá að vera til staðar fyrir fólk í afplánun
Innanlandsstarf 08. júlí 2025Pétur Kristófersson, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, heimsækir fanga og spjallar við þá um það sem á þeim brennur. Tilgangurinn er að aðstoða þá við undirbúning fyrir lífið eftir afplánun.