Innanlandsstarf
Rauði krossinn á Framadögum
23. janúar 2019
Rauði krossinn kynnir sjálfboðaliðastörf Rauða krossins á framadögum háskólanna á morgun, fimmtudaginn 24. janúar.
Rauði krossinn hlakkar mikið til að að kynna sjálfboðaliðastörf félagsins á Framadögum háskólanna á morgun, fimmtudaginn 24. janúar. Sjálfboðaliðar Rauða krossins vinna ótrúlega fjölbreytt störf með fólki í öllum kimum samfélagsins og fá þekkingu og reynslu sem nýtist víða í lífinu. Ef nemendur hafa áhuga á að gerast sjálfboðaliðar hjá Rauða krossinum hafa þeir tækifæri til að skrá sig á staðnum. Einnig verður boðið upp á happdrætti en í vinning er 4 klst skyndihjálparnámskeið á vegum Rauða krossins.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
„Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu“
Innanlandsstarf 02. júlí 2025Að vera sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum hefur þroskað Ingibjörgu Ástu Bjarnadóttur bæði persónulega og í starfi. „Hjá Rauða krossinum hef ég fengið tækifæri og traust til þess að koma mínum eigin hugmyndum á framfæri, og stuðning til þess að láta þær verða að veruleika.“

Fjármögnun neyslurýma áskorun um alla Evrópu
Innanlandsstarf 25. júní 2025Þrátt fyrir að neyslurými fyrir vímuefni hafi fyllilega sannað gildi sitt gagnvart bæði einstaklingum og samfélögum glíma þau við sama vandamálið, hvort sem þau eru í Barcelona eða Borgartúni. Starfsfólk skaðaminnkunarverkefna Rauða krossins sótti upplýsandi ráðstefnu í Strassborg.

Nýtt forvarnarátak: Öryggi barna í sundi
Innanlandsstarf 23. júní 2025„Drukknun er algengari en flestir halda og stundum er því talað um hinn þögla faraldur,“ segir Hildur Vattnes Kristjánsdóttir, teymisstjóri skyndihjálpar hjá Rauða krossinum. Félagið hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um öryggi barna í sundi í samvinnu við Reykjavíkurborg og Samtök forstöðumanna sundstaða á Íslandi.