Innanlandsstarf
Rauði krossinn á Íslandi hlýtur styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála
17. apríl 2019
Þann 12. apríl sl. veitti félagsmálaráðuneytið Rauða krossinum á Íslandi 1,2 milljón króna styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála fyrir verkefnið Bætt líðan og gagnkvæm aðlögun flóttabarna og ungmenna - Orff tónlistarsmiðjur. Verkefninu er stýrt af Nínu Helgadóttur, verkefnisstjóra málefna flóttafólks hjá Rauða krossinum og Nönnu Hlíf Ingvadóttur Orff tónlistarkennara.
Þann 12. apríl sl. veitti félagsmálaráðuneytið Rauða krossinum á Íslandi 1,2 milljón króna styrk úr þróunarsjóði innflytjendamála fyrir verkefnið Bætt líðan og gagnkvæm aðlögun flóttabarna og ungmenna - Orff tónlistarsmiðjur. Verkefninu er stýrt af Nínu Helgadóttur, verkefnisstjóra málefna flóttafólks hjá Rauða krossinum og Nönnu Hlíf Ingvadóttur Orff tónlistarkennara.
Markmið verkefnisins er að bjóða flóttabörnum og börnum sem fyrir eru upp á smiðjur í skapandi tónlist og hreyfingu. Vonast er til að þetta stuðli að aukinni vellíðan flóttabarnanna og gagnkvæmri aðlögun þeirra og nærsamfélagsins. Þátttaka þeirra í verkefninu á að gefa þeim færi á að tjá sig og skapa, stuðla að hópeflingu og tengslamyndun. Ásamt starfsmönnum Rauða krossins munu tveir Orff tónlistakennarar ásamt iðjuþjálfa halda þrjár helgarsmiðjur með hópunum sem um ræðir.
Rauði krossinn vill skila þakklætiskveðjum til félagsmálaráðuneytisins fyrir styrkinn.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Listsköpun, leikur og lærdómur
Innanlandsstarf 15. júlí 2025„Þetta voru góðar og gefandi samverustundir og mætingin var mjög góð,“ segir Yana Miz, verkefnisstjóri Wellbeing4U hjá Rauða krossinum, um uppskeruhátíð verkefnisins þar sem tugir flóttafólks frá Úkraínu á öllum aldri komu saman.

Stöðvum helvíti á jörðu
Alþjóðastarf 09. júlí 2025„Hörmungarnar á Gaza eru skuggi yfir mannkyni,“ skrifa framkvæmdastjórar sex íslenskra mannúðarfélaga. „Líf íbúa Gaza eru jafn mikils virði og líf annarra íbúa þessa heims, það ætti ekki að þurfa að taka fram, en engu að síður horfir heimurinn dofinn upp á íbúa Gaza svipta allri mannlegri reisn.“

Mikilvægt að fá að vera til staðar fyrir fólk í afplánun
Innanlandsstarf 08. júlí 2025Pétur Kristófersson, sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum, heimsækir fanga og spjallar við þá um það sem á þeim brennur. Tilgangurinn er að aðstoða þá við undirbúning fyrir lífið eftir afplánun.