Innanlandsstarf
Sameining deilda
04. mars 2021
Í dag, 4. mars var stofnfundur sameinaðrar deildar Rauða krossins í Kópavogi og Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ.
\r\nNýtt nafn sameinaðrar deildar var samþykkt og er það: Rauði krossinn í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi.
Rauða kross deildirnar í Kópavogi og í Hafnarfirði og Garðabæ hafa verið sameinaðar. Stofnfundur sameinaðrar deildar var haldinn í dag, 4. mars 2021.
Á fundinum var nýtt nafn sameinaðrar deildar samþykkt og er það: Rauði krossinn í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi.
Karólína Stefánsdóttir var kjörin formaður sameinaðrar deildar og aðrir stjórnarmenn eru Íris Hvanndal, Hörður Bragason, Telma Hlín Helgadóttir og Jóhanna Jóhannsdóttir. Varamenn voru kosnir Guðbjörg Sveinsdóttir, Björg Sveinsdóttir og Guðfinna Guðmundsdóttir.
Í ávarpi fráfarandi formanna, Guðbjargar Sveinsdóttur frá Kópavogsdeild og Karólínu Stefánsdóttur frá Hafnarfjarðar- og Garðabæjardeild, kom fram að Rauði krossinn í Hafnarfirði var stofnaður 1941, Rauði krossinn í Garðabæ 1969 og árið 2015 sameinuðust Hafnarfjarðardeild og Garðabæjardeild. Rauði krossinn í Kópavogi var stofnaður árið 1958.
Með sameiningu verður til stærri og enn öflugri deild, en samlegðaráhrifin eru veruleg. Aðall deildarinnar eru verkefni sem sporna gegn félagslegri einangrun: heimsóknavinir, gönguvinir, símavinir, hundavinir, félagsvinir eftir afplánun og prjónahópar. Einnig er lögð áhersla á námskeiðahald í skyndihjálp, sálrænum stuðningi, börn og umhverfi og slys og veikindi barna.
Sameiginlegur fjöldi sjálfboðaliða deildarinnar eru 569 og félagsmenn eru 4.118.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Börn með skotsár á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins
Alþjóðastarf 03. júlí 2025„Við höfum séð allt að 200 særða á einum degi; með skotsár, brunasár, sár eftir sprengjubrot og aðra áverka,“ segir hjúkrunarfræðingur sem starfar á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. „Við fáum til okkar börn með skotsár.“

„Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu“
Innanlandsstarf 02. júlí 2025Að vera sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum hefur þroskað Ingibjörgu Ástu Bjarnadóttur bæði persónulega og í starfi. „Hjá Rauða krossinum hef ég fengið tækifæri og traust til þess að koma mínum eigin hugmyndum á framfæri, og stuðning til þess að láta þær verða að veruleika.“

Fjármögnun neyslurýma áskorun um alla Evrópu
Innanlandsstarf 25. júní 2025Þrátt fyrir að neyslurými fyrir vímuefni hafi fyllilega sannað gildi sitt gagnvart bæði einstaklingum og samfélögum glíma þau við sama vandamálið, hvort sem þau eru í Barcelona eða Borgartúni. Starfsfólk skaðaminnkunarverkefna Rauða krossins sótti upplýsandi ráðstefnu í Strassborg.