Innanlandsstarf

Sex nýir sjálfboðaliðar útskrifast af hundavinanámskeiði Rauða krossins

05. desember 2018

Í síðustu viku kláraðist fyrsta hundavinanámskeiðið sem haldið var eingöngu af sjálfboðaliðum hundavinaverkefnis Rauða krossins. Sex nýjir sjálfboðaliðar útskrifuðust og þrír reyndir hundar voru endurmetnir fyrir áframhaldandi starf. Við óskum þeim öllum til hamingju með áfangann.

Í síðustu viku kláraðist fyrsta hundavinanámskeiðið sem haldið var eingöngu af sjálfboðaliðum hundavinaverkefnis Rauða krossins. Námskeiðið var tvískipt og var haldið með þriggja vikna millibili. Fyrra námskeiðið var bóklegt þar sem þátttakendur lærðu til dæmis um mismunandi gerðir heimsókna, merkjamál hunda, áhrifaþætti og fleira. Seinna námskeiðið var verklegt þar sem þátttakendur tóku þátt í ýmsum æfingum með hundunum sínum svo sem að læra að mæta einstaklingum í hjólastólum, með göngugrind eða hitta rúmliggjandi einstaklinga. Þátttakendur voru ánægðir með námskeiðið sem var bæði fróðlegt og skemmtilegt. Eftir námskeiðið höfðu sex nýir sjálfboðaliðar útskrifast og þrír reyndir hundar verið endurmetnir fyrir áframhaldandi starf. Við óskum þeim öllum til hamingju með áfangann.

\"IMG_8703\"

Árið 2017 var ákveðið í samráði við sjálfboðaliða að breyta fyrirkomulagi verkefnisins að norskri fyrirmynd til að bæta gæði og öryggi allra aðila sem að verkefninu koma. Leiðbeinendum frá norska Rauða krossinum var boðið hingað til landsins í sumar til að þjálfa sjálfboðaliða í að verða heimsóknavinir með hunda. Á námskeiðinu voru bæði nýjir og reyndir sjálfboðaliðar sem tóku þátt en mikilvægt var að reyndir sjálfboðaliðar tæku þátt í námskeiðinu til að þeir geti sjálfir leiðbeint og aðstoðað á hundanámskeiðum líkt og gert er hjá norska Rauða krossinum. Þessir sjálfboðaliðar tóku síðan virkan þátt, ásamt verkefnastjóra og annarra fagaðila í að aðlaga námskeiðið að íslenskum heimsóknarvinum.  

 

 

 

Eftirspurn og aðsókn í hundavinaverkefni Rauða krossins hefur aukist töluvert á síðustu árum en það er deginum ljósara að hundar geta rofið félagslega einangrun fólks og ná jafnvel betur til einstaklinga en mannfólkið gerir. Markmið Hundavina er að rjúfa félagslega einangrun og létta einstaklingum lífið. Hlutverk sjálfboðaliðans og heimsóknarhundsins er fyrst og fremst að veita nærveru, hlýju og félagsskap. Góð og náin félagsleg tengsl auka lífsgæði einstaklinga og skiptir þar nándin höfuðmáli en nándin við dýrin getur aukið sjálfstraust og dregið úr einmannaleika, ótta, depurð og kvíða.

\"2_1544016874930\"

 

Markmið námskeiðisins er eftirfarandi:

·         Skilja hlutverk eiganda og hunda sem heimsóknarvinir

·         Öðlast grunnþekkingu um hunda

·         Góður skilningur á markhópnum

·         Að öðlast getu til þess að vera heimsóknarvinur með                  hund og heimsækja gestgjafa með öruggum, góðum og               virðingafullum hætti.

 

·        Læra grunn- og sérhæfðar verklegar æfingar sem nýstast í starfi.

Til að sækja um heimsókn frá hundavin eða til að gerast sjálfboðaliði í verkefninu er hægt að fylla út form á síðu Rauða krossins. Einnig er hægt að hafa samband við Rauða krossinn í Kópavogi í síma 5704061/5704062 eða á kopavogu@redcross.is.

 

\"7_1544020862762\"\"6_1544020834150\"


\"4_1544016945901\"