Innanlandsstarf
Sjálfboðaliðar í fullum undirbúning fyrir Jólabasar
07. nóvember 2019
Jólabasar á aðventuhátíð í Kópavogi
Sjálfboðaliðar í Föt sem framlag hafa í nógu að snúast þessa dagana þar sem þeir eru að undirbúa jólabasar sem haldin verður á Aðventuhátíð Kópavogs laugardaginn 30. nóvember, á túninu í og við Menningarhúsin í Kópavogi. Fjölbreytt dagskrá verður á Aðventuhátíð í Kópavogi þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Dagskráin hefst klukkan 13 og svo hefst útiskemmtun klukkan 16, þá er tendrað á tré og slegið upp balli með skemmtilegum gestum. Það verður jólamarkaður á útivistarsvæðinu þar sem gæðavörur tilvaldar í jólapakkann verða til sölu.
Vaskur hópur sjálfboðaliða kemur reglulega saman í húsnæði Rauða krossins í Kópavogi og leggur stund á fjölbreytta handavinnu í þágu góðs málefnis. Föt sem framlag er eitt af mörgum verkefnum innan Rauða krossins og hittast sjálfboðaliðar í verkefninu síðasta miðvikudag hvers mánaðar til að prjóna, hekla og sauma fyrir fólk í nærumhverfinu. Sjálfboðaliðar eru að prjóna og hekla fjölbreyttan fatnað eins og til dæmis húfur, vettlinga, sjöl, peysur, teppi og sokka á bæði börn og fullorðna. Allt er þetta íslenskt handverk prjónað og heklað í góðra vinahópi. Nú er brett upp ermar til að leggja lokahönd fyrir basarinn.
Ef þú vilt slást í hópinn eða hefur áhuga á að vera með í verkefninu þá er tilvalið að mæta á næstu samverur sem fara fram 13. Nóvember og 27. Nóvember í Rauða krossinum í Kópavogi, Hamraborg 11, 2. hæð. Frekari upplýsingar á kopavogur@redcross.is eða í síma 570 4061.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Börn með skotsár á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins
Alþjóðastarf 03. júlí 2025„Við höfum séð allt að 200 særða á einum degi; með skotsár, brunasár, sár eftir sprengjubrot og aðra áverka,“ segir hjúkrunarfræðingur sem starfar á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. „Við fáum til okkar börn með skotsár.“

„Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu“
Innanlandsstarf 02. júlí 2025Að vera sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum hefur þroskað Ingibjörgu Ástu Bjarnadóttur bæði persónulega og í starfi. „Hjá Rauða krossinum hef ég fengið tækifæri og traust til þess að koma mínum eigin hugmyndum á framfæri, og stuðning til þess að láta þær verða að veruleika.“

Fjármögnun neyslurýma áskorun um alla Evrópu
Innanlandsstarf 25. júní 2025Þrátt fyrir að neyslurými fyrir vímuefni hafi fyllilega sannað gildi sitt gagnvart bæði einstaklingum og samfélögum glíma þau við sama vandamálið, hvort sem þau eru í Barcelona eða Borgartúni. Starfsfólk skaðaminnkunarverkefna Rauða krossins sótti upplýsandi ráðstefnu í Strassborg.