Innanlandsstarf
Sjóvá styður Rauða krossinn
28. mars 2022
Margir íbúar Úkraínu hafa flúið heimkynni sín og væntanlega von á fjölda flóttafólks hingað til lands á næstu dögum og vikum.
Sjóvá hefur ákveðið að styðja við bakið á flóttafólki vegna stríðsins í Úkraínu, bæði þeim sem koma hingað til lands og þeim sem eru á flótta víða um Evrópu. Sjóvá leggur neyðarsöfnun Rauða krossins til 50.000 krónur fyrir hvern starfsmann fyrirtækisins, samtals 10 milljónir króna.
Til viðbótar við þennan styrk hélt starfsmannafélag Sjóvá spurningakeppni til styrkar Úkraínuverkefnum Rauða krossins og söfnuðust þar 560.000 kr. frá starfsfólkinu sjálfu. Sú upphæð bætist því við þær 10 milljónir sem fyrirtækið gefur í söfnunina.
„Við erum afskaplega þakklát fyrir þetta mikilvæga framlag Sjóvár. Það er gott að finna fyrir þeim mikla velvilja sem fyrirtæki og almenningur sýna fólki á flótta. Við munum nýta fjármagnið sem safnast til þess að koma fólki til aðstoðar, bæði hér á landi og í og við Úkraínu og hver króna skiptir máli“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins sem veitti styrknum viðtöku.
Allt fjármagn sem safnast í neyðarsöfnun Rauða krossins verður nýtt til að mæta þörfum þolenda átakanna í Úkraínu og veita neyðarþjónustu eins og að tryggja aðgengi að mat, vatni, heilbrigðisþjónustu, húsaskjóli og að veita sálrænan stuðning.

Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sendifulltrúanámskeið Rauða krossins
Almennar fréttir 08. júní 2023Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir umsóknum á sendifulltrúanámskeið félagsins sem haldið verður dagana 8. - 13. október.

Lærði að ýmislegt sem hún taldi í lagi var það ekki
Alþjóðastarf 05. júní 2023Yeimama Kallon frá Síerra Leóne útskrifaðist nýlega úr GEST, jafnréttisskóla GRÓ. Hún segir að námið hafa verið krefjandi og upplýsandi og muni hjálpa henni mikið við að styðja við jafnréttisverkefni í heimalandi sínu.

Seldu dót til að styrkja Rauða krossinn
Almennar fréttir 01. júní 2023Vinkonurnar Elín Sjöfn Vignis og Mattea Líf Kristinsdóttir söfnuðu fyrir Rauða krossinn og afhentu okkur afraksturinn í þarsíðustu viku.