Innanlandsstarf

Styrktarsjóður Lyfju styrkir heimsóknavini Rauða krossins

15. september 2020

Heimsóknavinir Rauða krossins er meðal þeirra verkefna sem hlýtur styrk frá Lyfju í ár með áherslu á heilsueflingu og forvarnir.

Á þessu ári fór Lyfja af stað meðstyrktarsjóð með áherslu á heilsueflingu og forvarnir. Heimsóknavinir Rauðakrossins er meðal þeirra verkefna sem hlýtur styrk í ár ásamt tíu öðrummikilvægum málefnum.

Heimsóknavinir hefur það aðmarkmiði að rjúfa félagslega einangrun fólks með því að veita félagsskap, nærveruog samveru. Sjálfboðaliðar heimsækja einstakling eða hóp á hjúkrunarheimili, stofnun,sambýli, dagdvöl og fleira. Viðmið er að heimsóknartími sé um klukkustund einusinni í viku.

Allt frá því að COVID faraldurinnskall á hefur aðsókn í vinaverkefni Rauða krossins aukist til muna. Vegna samskomubannsdatt mikið félagsstarf niður og önnur þjónusta. Einstaklingar í viðkvæmri stöðueiga sérstaklega undir högg að sækja og geta til dæmis ekki sinnt daglegumathöfnum með venjulegum hætti eða þegið heimsóknir og hafa í raun verið í sjálfskipaðrisóttkví. Heimsóknavinir Rauða krossins gátu ekki heldur heimsótt gestgjafa sínameð hefðbundnum hætti og þess í stað fóru fram símtöl tvisvar í viku 30 mín ísenn. Þar að auki voru þeir sem ekki voru í viðkvæmri stöðu hvattir til þess aðfara út að ganga í staðinn fyrir að vera innan dyra í heimsóknum.

Faraldurinn leiddi til þess aðmikil aðsókn er í símavinaverkefni Rauða krossins enda afar Covid-vænt. Aðsókní verkefnið jókst um 90%. Þar að auki var annar angi af heimsóknavinum tekinnupp og er nú kallað „Gönguvinir Rauðakrossins“. Sambærilegt verkefni var virkt í Mosfellsbæ en það datt uppfyrir en hefur nú farið af stað á nýjan leik. Slíkt verkefni hefur slegið ígegn hjá Rauða krossinum í Danmörku um þessar mundir enda tilvalið verkefniþegar kemur að því að halda fjarlægð á milli einstaklinga og njóta útiveru oggóðrar samveru.

Aukinn fjölbreytileiki er meiraáberandi nú en áður þar sem fólk á öllum aldri og með ólíkan bakgrunn sækir umí vinaverkefni Rauða krossins. Í kjölfarið er nauðsynlegt að mæta þörfum hversog eins og það kallar á frekari þróun og betrumbætingar í verkefninu.

Það er ljóst að félagslegeinangrun er í brennidepli og mikilvægt að við sem samfélag spornum gegn henniog styðjum hvort annað. Styrkrarsjóður Lyfju kemur svo sannarlega til okkar áréttum tíma og mun nýtast vel við þróun verkefnisins.

Rauði krossinn þakkar Lyfjukærlega fyrir stuðninginn.