Innanlandsstarf
Sumargleði sjálfboðaliða Rauða krossins í Kópavogi
06. júní 2019
Sumargleði sjálfboðaliða Rauða krossins í Kópavogi var haldin í Dvöl í vikunni. Sjálfboðaliðar og starfsfólk kom saman og gerðu sér glaðan dag í sólinni.
Sumargleði sjálfboðaliða Rauða krossins í Kópavogi var haldin í Dvöl í vikunni.
Sjálfboðaliðar og starfsfólk kom saman og gerðu sér glaðan dag í sólinni.
Á boðstólnum voru grillaðir hamborgarar og Gunnar Páll Jakobsson grillmeistari sá til þess að enginn færi svangur heim.Margrét Rán Þorbjörnsdóttir og Jóhann Guðmundsson spiluðu ljúfa sumartóna fyrir mannskapinn.
Við þökkum fyrir samveruna og vonum að sjálfboðaliðar fara inn í sumarið með sól í hjarta.
Rauði krossinn í Kópavogi óskar ykkur öllum gleðilegs sumar og þakkar fyrir viðburðaríka vorönn!
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Skyndihjálparmanneskjur ársins verðlaunaðar
Almennar fréttir 11. febrúar 2025Í dag var haldið upp á 112-daginn í slökkvistöðinni í Skógarhlíð 14, en þemað í ár var börn og öryggi. Við þetta tækifæri veitti Rauði krossinn á Íslandi skyndihjálparmanneskjum ársins viðurkenningu. Skyndihjálparmanneskjur ársins 2024 eru þau Guðrún Narfadóttir, Hinrik Þráinn Örnólfsson og Elín Ragnarsdóttir, sem veittu Hrafnkeli Reynissyni lífsbjörg þegar hann hneig niður á bílastæði í Álftamýrinni og fór í hjartastopp.

Tímasetningar aðalfunda deilda 2025
Almennar fréttir 07. febrúar 2025Hér má sjá tímasetningar á þeim aðalfundum deilda Rauða krossins sem hafa verið ákveðnir.

Aðalfundur Rauða krossins við Eyjafjörð
Almennar fréttir 05. febrúar 2025Aðalfundur Rauða krossins við Eyjafjörð verður haldinn 13. mars.