Innanlandsstarf
Vel heppnað hundavinanámskeið á Akranesi
23. maí 2019
Fyrir tveimur vikum var haldið hundavinanámskeið á Akranesi og flugu allir fjórir hundarnir sem tóku þátt í gegnum námskeiðið.
Heimsóknavinir með hund erusjálfboðaliðar, sem heimsækja fólk á heimili þess, á stofnanir, sambýli ogdvalar- og hjúkrunarheimili. Verkefnið er sífellt að stækka þar sem hundar getanáð vel til fólks og oft á tíðum mun betur en fólk. Fyrir tveimur vikum var haldiðhundavinanámskeið á Akranesi og flugu allir fjórir hundarnir sem tóku þátt ígegnum námskeiðið.
Rauði krossinn er afar stoltur afhundavinum Rauða krossins. Á námskeiðinu eru reyndir hundavinir Rauða krossinssem þjálfa þátttakendur á hundavinanámskeiðinu. Á námskeiðinu læra þátttakendurum hlutverk eiganda og hunda sem heimsóknavinir og að heimsækja gestgjafa meðöruggum, góðum og virðingafullum hætti. Einnig öðlast þátttakendurgrunnþekkingu um hunda, skilning á markhópnum og getu til þess að veraheimsóknavinur með hund. Á verklega námskeiðinu læra þátttakendur með hundunumsínum grunn- og sérhæfðar verklegar æfingar sem nýtast í starfi.
Ef þú vilt taka þátt í starfinu þá er hægt að skrá sig hér ávefsíðu Rauða krossins -https://www.raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/adstod-i-bodi/heimsoknarvinur/
Ath: Heimsóknahundur þarf að vera orðinn 2ja ára og mega helst ekki vera eldri en 10 ára. Hérmá finna nánari upplýsingar um færniviðmið verkefnisins.
Einnig er hægt að hafa samband við Rauða krossinn í Kópavogií síma 5704000 eða á kopavogur@redcross.is.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitFrábær fyrsti mánuður í neyslurými Rauða krossins
Innanlandsstarf 13. september 2024Ylja – Neyslurými Rauða krossins hefur nú verið starfrækt í Borgartúni einn mánuð. Verkefnið hefur farið mjög vel af stað þennan fyrsta mánuð, ekkert óvænt hefur komið upp á og skjólstæðingar sem nýta þjónustuna lýsa mikilli ánægju með hana.
Vel heppnað málþing um málefni barna á flótta
Innanlandsstarf 03. september 2024Nýverið fór fram vel heppnað málþing um áskoranir barna á flótta í íslensku skólakerfi, en nýtt fræðsluefni um málaflokkinn var að koma út. Á þinginu kom fram hve mikilvægt er að börnin fái góðar móttökur og að þó að mikill árangur hafi náðst á þessu sviði sé enn mikið verk fyrir höndum.
Söfnuðu fyrir börn í Úkraínu og Palestínu
Almennar fréttir 26. ágúst 2024Vinirnir Elías Andri Grétarsson, Dagur Rafn Atlason og Björgvin Atli Jóhannesson afhentu okkur afrakstur af söfnun sinni, sem verður nýtt til að hjálpa börnum í Úkraínu og Palestínu.