Innanlandsstarf
Vel heppnað hundavinanámskeið á Akranesi
23. maí 2019
Fyrir tveimur vikum var haldið hundavinanámskeið á Akranesi og flugu allir fjórir hundarnir sem tóku þátt í gegnum námskeiðið.
Heimsóknavinir með hund erusjálfboðaliðar, sem heimsækja fólk á heimili þess, á stofnanir, sambýli ogdvalar- og hjúkrunarheimili. Verkefnið er sífellt að stækka þar sem hundar getanáð vel til fólks og oft á tíðum mun betur en fólk. Fyrir tveimur vikum var haldiðhundavinanámskeið á Akranesi og flugu allir fjórir hundarnir sem tóku þátt ígegnum námskeiðið.
Rauði krossinn er afar stoltur afhundavinum Rauða krossins. Á námskeiðinu eru reyndir hundavinir Rauða krossinssem þjálfa þátttakendur á hundavinanámskeiðinu. Á námskeiðinu læra þátttakendurum hlutverk eiganda og hunda sem heimsóknavinir og að heimsækja gestgjafa meðöruggum, góðum og virðingafullum hætti. Einnig öðlast þátttakendurgrunnþekkingu um hunda, skilning á markhópnum og getu til þess að veraheimsóknavinur með hund. Á verklega námskeiðinu læra þátttakendur með hundunumsínum grunn- og sérhæfðar verklegar æfingar sem nýtast í starfi.
Ef þú vilt taka þátt í starfinu þá er hægt að skrá sig hér ávefsíðu Rauða krossins -https://www.raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/adstod-i-bodi/heimsoknarvinur/
Ath: Heimsóknahundur þarf að vera orðinn 2ja ára og mega helst ekki vera eldri en 10 ára. Hérmá finna nánari upplýsingar um færniviðmið verkefnisins.
Einnig er hægt að hafa samband við Rauða krossinn í Kópavogií síma 5704000 eða á kopavogur@redcross.is.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sjálfboðaliðastörf eru valdeflandi
Innanlandsstarf 07. apríl 2025Þær eru úrræðagóðar, framtakssamar og lífsglaðar. Sjálfboðaliðar ársins 2024 hjá höfuðborgardeild Rauða krossins kenna ensku, íslensku og heimsækja fólk og nálgast ólík verkefni sín af einstakri fagmennsku.

„Samfélagið sér framlag okkar og það er mikil hvatning“
Innanlandsstarf 03. apríl 2025Starfið í Eyjafjarðardeild Rauða krossins er á fleygiferð og mikið um að vera, segir Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri. Aldrei hafi fleiri sjálfboðaliðar starfað hjá deildinni og á síðasta ári.

Mínútu þögn til minningar um fallna kollega
Alþjóðastarf 02. apríl 2025Starfsfólk Rauða krossins á Íslandi kom saman í mínútu þögn fyrir utan skrifstofur félagsins í dag til að minnast kollega sem drepnir hafa verið við mannúðarstörf á Gaza og víðar undanfarið.