Innanlandsstarf
Vel heppnuð sjálfboðaliðagleði
06. desember 2018
Sjálfboðaliðagleði hjá Rauða krossinum í Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ var haldin á alþjóðadegi sjálfboðaliðans þann 5. desember.
Rauði krossinn í Kópavogi, Hafnarfirði og Garðabæ héldu sameiginlega sjálfboðaliðagleði í tilefni alþjóðadags sjálfboðaliðans þann 5. desember. Gleðin lukkaðist vel og voru sjálfboðaliðar ánægðir með viðburðinn.Boðið var upp á heitan mat með hátíðlegu ívafi frá Grillhúsinu og dagskráin full af ýmsum skemmtiatriðum. Elva Dögg var með uppistand, sjálfboðaliðarnir Ragnar Rúnar, Jóhanna og Helga sögðu brandara og söngkonurnar Eva Björk og Ragna Björg tóku jólalög.

Veittar voru viðurkenningar fyrir framúrskarandi starf hjá Rauða krossinum. Helga Jörgensen úr fataverkefninu og Ólafur Ágúst Þorsteinsson úr hundavinaverkefninu fengu viðurkenningu hjá Rauða krossinum í Kópavogi. Þau Sonja Kovacevic og Melanie Powell úr hælisverkefninu, Steindór Guðjónsson úr verkefninu Karlar í skúrum og Sigríður Björnsdóttir úr fataverkefninu fengu viðurkenningu hjá Rauða krossinum í Hafnarfirði og Garðabæ.
Rauði krossinn óskar þeim innilega til hamingju og þakkar öllum sjálfboðaliðum fyrir ómetanlegt starf í þágu félagsins. Takk allir sem tóku þátt í sjálfboðaliðagleðinni og hafið það gott yfir hátíðarnar.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Börn með skotsár á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins
Alþjóðastarf 03. júlí 2025„Við höfum séð allt að 200 særða á einum degi; með skotsár, brunasár, sár eftir sprengjubrot og aðra áverka,“ segir hjúkrunarfræðingur sem starfar á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. „Við fáum til okkar börn með skotsár.“

„Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu“
Innanlandsstarf 02. júlí 2025Að vera sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum hefur þroskað Ingibjörgu Ástu Bjarnadóttur bæði persónulega og í starfi. „Hjá Rauða krossinum hef ég fengið tækifæri og traust til þess að koma mínum eigin hugmyndum á framfæri, og stuðning til þess að láta þær verða að veruleika.“

Fjármögnun neyslurýma áskorun um alla Evrópu
Innanlandsstarf 25. júní 2025Þrátt fyrir að neyslurými fyrir vímuefni hafi fyllilega sannað gildi sitt gagnvart bæði einstaklingum og samfélögum glíma þau við sama vandamálið, hvort sem þau eru í Barcelona eða Borgartúni. Starfsfólk skaðaminnkunarverkefna Rauða krossins sótti upplýsandi ráðstefnu í Strassborg.