Innanlandsstarf
Verkefnið Aðstoð eftir afplánun fékk góðan styrk frá Velferðarráði Kópavogs
07. september 2020
Félagsvinir eru sjálfboðaliðar sem styðja við einstaklinga sem eru að ljúka afplánun en eftir fjarveru úr samfélaginu þá er margt sem þarf að huga að og mikilvægt að hafa stuðning út í samfélagið.
\r\n\r\n
Með verkefninu er leitast við að efla getu þáttakanda við að takast á við lífið og þær áskoranir sem verða á vegi þeirra, nýta sér opinbera þjónustu, leita sér nýrra leiða í uppbyggingu á félagslegu neti og öðlast tiltrú á eigin getu sem áhrifavalds í eigin lífi.
Rauði krossinn í Kópavogi færir Velferðarráði kærar þakkir fyrir traustið og styrkinn góða. Þeir sem vilja gerast sjálfboðaliðar í verkefninu eða styrkja það með öðrum hætti er bent á að hafa samband við Kópavogsdeild kopavogur@redcross.is
Hægt er að lesa meira um verkefnið https://www.raudikrossinn.is/felagsvinir/
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sendifulltrúanámskeið Rauða krossins 2025
Alþjóðastarf 12. júní 2025Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir umsóknum á sendifulltrúanámskeið félagsins.

Mannúð á hjólum og í húsi við hafið
Innanlandsstarf 11. júní 2025Starfsfólk og sjálfboðaliðar Rauða krossins sem koma að skaðaminnkunarverkefnum félagsins mæta þeim sem nýta sér þjónustuna af fordómaleysi, manngæsku og virðingu. Þannig hefur tekist að skapa mikilvægt traust sem eykur lífsgæði fólks sem oft hefur verið jaðarsett í samfélaginu.

Algjörlega yfirþyrmandi aðstæður
Alþjóðastarf 06. júní 2025Þegar Hólmfríður Garðarsdóttir ljósmóðir starfaði á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins á Gaza var ástandið oft erfitt. Tugir særðra gátu komið samtímis sem var krefjandi fyrir alla og hratt gekk á birgðir. Nú hefur sá fjöldi margfaldast. Hátt í 200 hafa komið samtímis. „Þetta hlýtur að hafa verið algjörlega yfirþyrmandi fyrir starfsfólkið sem er að vinna þarna.“