Innanlandsstarf
Vetrarstarfið að komast á fullt skrið
25. ágúst 2019
Nú er starfsemi Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ að komast á fullt eftir sumarfrí. Helstu verkefnin í vetur verða: félagsstarf fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, námsaðstoð, heimsóknavinir, föt sem framlag, Tækifæri, Karlar í skúrum og skyndihjálparnámskeið.
Helstu verkefnin eru:
Félagsstarf fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd
Deildin sér um félagsstarf fyrir hælisleitendur á öllu höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ og skipuleggur í samvinnu við sjálfboðaliða og hælisleitendur margvíslega viðburði eins og opið hús, konumorgna, tungumálakennslu og heimsóknir.
Námsaðstoð er í boði einu sinni í viku á bókasafninu í Hafnarfirði og Garðabæ og í Hvaleyrarskóla. Sjálfboðaliðar aðstoða við námið. Stefnt er að fjölgun á tímum í námsaðstoð ef fleiri sjálfboðaliðar bjóða sig fram.
Heimsóknavinir
Félagsleg einangrun er algengari en marga grunar. Heimsóknavinir Rauða krossins heimsækja fólk á einkaheimili, sambýli, dvalarheimili og stofnanir með það markmið að rjúfa félagslega einangrun.
Föt sem framlag
Föt sem framlag prjónahópar eru vikulega í Hafnarfirði og einu sinni í mánuði í Garðabæ. Hópurinn prjónar peysur, húfur, vettlinga, teppi og fleira og gefur til þeirra sem á þurfa að halda í nærsamfélaginu.
Karlar í skúrum
Þar hafa karlar möguleika á að hittast, spjalla og vinna að ýmsum sameiginlegum verkefnum sem þeir sjálfir ákveða.
Tækifæri
Tækifæri er fyrir einstaklinga yngri en 30 ára sem af einhverjum ástæðum eru ekki á vinnumarkaði eða í námi. Verkefnið byggir á að hver einstaklingur setji sér markmið og leitist við að ná þeim. Verkefnið er ætlað að auka sjálfstraust og valdefla þátttakendur og koma í veg fyrir félagslega einangrun.
Hjá deildinni eru einnig haldin ýmis námskeið, svo sem skyndihjálparnámskeið, börn og umhverfi, námskeið í sálrænum stuðningi og fleira. Upplýsingar um námskeiðin má finna inn á skyndihjalp.is
Viltu gerast sjálfboðaliði?
Starf Rauða krossins er borið uppi af sjálfboðaliðum. Við erum alltaf að leita að fleirum til að taka þátt í verkefnunum okkar.
Hafðu samband ef þú hefur áhuga á að leggja okkur lið. Sendu okkur tölvupóst: hafnarfjordur@redcross.is eða hringdu í síma: 570 4220.
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitFrábær fyrsti mánuður í neyslurými Rauða krossins
Innanlandsstarf 13. september 2024Ylja – Neyslurými Rauða krossins hefur nú verið starfrækt í Borgartúni einn mánuð. Verkefnið hefur farið mjög vel af stað þennan fyrsta mánuð, ekkert óvænt hefur komið upp á og skjólstæðingar sem nýta þjónustuna lýsa mikilli ánægju með hana.
Vel heppnað málþing um málefni barna á flótta
Innanlandsstarf 03. september 2024Nýverið fór fram vel heppnað málþing um áskoranir barna á flótta í íslensku skólakerfi, en nýtt fræðsluefni um málaflokkinn var að koma út. Á þinginu kom fram hve mikilvægt er að börnin fái góðar móttökur og að þó að mikill árangur hafi náðst á þessu sviði sé enn mikið verk fyrir höndum.
Söfnuðu fyrir börn í Úkraínu og Palestínu
Almennar fréttir 26. ágúst 2024Vinirnir Elías Andri Grétarsson, Dagur Rafn Atlason og Björgvin Atli Jóhannesson afhentu okkur afrakstur af söfnun sinni, sem verður nýtt til að hjálpa börnum í Úkraínu og Palestínu.