Innanlandsstarf
Vinkonu-bakstur til styrktar Rauða krossinum
05. maí 2020
Vinkonurnar Lóa, Silja og Þeódís bökuðu dýrindis möffinskökur og seldu í hverfinu sínu og söfnuðu samtals 2400 krónur.
Vinkonurnar Lóa, Silja og Þeódís bökuðu dýrindis möffinskökur og seldu í hverfinu sínu og söfnuðu samtals 2400 krónur. Þær mættu kátar í Kópavogsdeild og færðu Rauða krossinum ágóðann.
Allt framlag frá börnum rennur til verkefna sem felast í að hjálpa öðrum börnum.
Rauði krossinn í Kópavogi þakkar kærlega fyrir skemmtilegt framlag til styrktar félagsins.
?
Fréttir af starfinu
FréttayfirlitKristín S. Hjálmtýsdóttir lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi
Almennar fréttir 02. desember 2024Stjórn Rauða krossins á Íslandi og Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins síðastliðin 9 ár, hafa gert samkomulag um starfslok hennar. Viðræður um starfslokin áttu sér stað að frumkvæði Kristínar, sem hefur nú þegar látið af störfum. Arna Harðardóttir sem gengt hefur starfi fjármálastjóra mun taka við verkefnum framkvæmdastjóra samhliða sínum störfum þar til nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn. Staðan verður auglýst innan skamms.
Jólamerkimiðar Rauða krossins 2024 eru komnir út
Almennar fréttir 28. nóvember 2024Jólamerkimiðar Rauða krossins 2024 eru farnir í dreifingu á höfuðborgarsvæðinu. Hægt verður að nálgast þá í verslunum Kjörbúðar, Krambúðar og N1 á landsbyggðinni. Í ár eru jólamerkimiðarnir skreyttir með myndum sem myndlistarkonan Sísí Ingólfsdóttir gerði sérstaklega fyrir miðana.
Jólabasar Kvennadeildar 23. nóvember
Almennar fréttir 18. nóvember 2024Jólabasar Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða krossins á Íslandi verður haldinn laugardaginn 23. nóvember kl. 13:00 - 16:00 í Safnaðarheimili Óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56, 105 Reykjavík.