Innanlandsstarf
Ylja neyslurými leitar að sjálfboðaliðum
08. ágúst 2022
Ylja neyslurými leitar að sjálfboðaliðum
Neyslurýmið Ylja er skaðaminnkandi úrræði þar sem þau sem nota vímuefni geti komið og notað efnin í öruggu rými undir leiðsögn frá heilbrigðismenntuðum starfsmanni eða sjálfboðaliða. Með þessu er reynt að koma í veg fyrir hættu á ofskömmtun og sýkingum. Ylja er færanlegt úrræði og er fyrsta neyslurýmið sem opnar á Íslandi. Neyslurými er lagalega verndað umhverfi þar sem notendur 18 ára og eldri geta sprautað ávana- og fíkniefnum í æð undir eftirliti sérhæfð starfsfólks eða sjálfboðaliða og gætt er fyllsta hreinlætis, öryggis og sýkingavarna.
Við leitum að sjálfboðaliðum sem vilja taka þátt í verkefninu. Sjálfboðaliðar þurfa að;
- hafa náð 24 ára aldri
- vera heilbrigðisstarfsmaður og/eða hafa starfs- eða sjálfboðaliðareynslu í málaflokknum og skaðaminnkun.
Miðað er við að sjálfboðaliðar taki tvær vaktir í mánuði í um þrjár klukkustundir í senn. Vaktirnar eru unnar á dagvinnutíma, á milli 10:00 – 16:15 á virkum dögum. Allir sjálfboðaliðar þurfa sækja námskeið og fá þjálfun til að geta veitt þjónustu í Ylju.
Umsóknarferli og þjálfun mun fara fram um miðjan september. Sjálfboðaliðar þurfa að geta sótt námskeið í lok september og hafið sjálfboðaliðavaktir í október.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Börn með skotsár á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins
Alþjóðastarf 03. júlí 2025„Við höfum séð allt að 200 særða á einum degi; með skotsár, brunasár, sár eftir sprengjubrot og aðra áverka,“ segir hjúkrunarfræðingur sem starfar á neyðarsjúkrahúsi Rauða krossins í Rafah. „Við fáum til okkar börn með skotsár.“

„Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið í lífinu“
Innanlandsstarf 02. júlí 2025Að vera sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum hefur þroskað Ingibjörgu Ástu Bjarnadóttur bæði persónulega og í starfi. „Hjá Rauða krossinum hef ég fengið tækifæri og traust til þess að koma mínum eigin hugmyndum á framfæri, og stuðning til þess að láta þær verða að veruleika.“

Fjármögnun neyslurýma áskorun um alla Evrópu
Innanlandsstarf 25. júní 2025Þrátt fyrir að neyslurými fyrir vímuefni hafi fyllilega sannað gildi sitt gagnvart bæði einstaklingum og samfélögum glíma þau við sama vandamálið, hvort sem þau eru í Barcelona eða Borgartúni. Starfsfólk skaðaminnkunarverkefna Rauða krossins sótti upplýsandi ráðstefnu í Strassborg.