Innanlandsstarf
Ylja neyslurými leitar að sjálfboðaliðum
08. ágúst 2022
Ylja neyslurými leitar að sjálfboðaliðum
Neyslurýmið Ylja er skaðaminnkandi úrræði þar sem þau sem nota vímuefni geti komið og notað efnin í öruggu rými undir leiðsögn frá heilbrigðismenntuðum starfsmanni eða sjálfboðaliða. Með þessu er reynt að koma í veg fyrir hættu á ofskömmtun og sýkingum. Ylja er færanlegt úrræði og er fyrsta neyslurýmið sem opnar á Íslandi. Neyslurými er lagalega verndað umhverfi þar sem notendur 18 ára og eldri geta sprautað ávana- og fíkniefnum í æð undir eftirliti sérhæfð starfsfólks eða sjálfboðaliða og gætt er fyllsta hreinlætis, öryggis og sýkingavarna.
Við leitum að sjálfboðaliðum sem vilja taka þátt í verkefninu. Sjálfboðaliðar þurfa að;
- hafa náð 24 ára aldri
- vera heilbrigðisstarfsmaður og/eða hafa starfs- eða sjálfboðaliðareynslu í málaflokknum og skaðaminnkun.
Miðað er við að sjálfboðaliðar taki tvær vaktir í mánuði í um þrjár klukkustundir í senn. Vaktirnar eru unnar á dagvinnutíma, á milli 10:00 – 16:15 á virkum dögum. Allir sjálfboðaliðar þurfa sækja námskeið og fá þjálfun til að geta veitt þjónustu í Ylju.
Umsóknarferli og þjálfun mun fara fram um miðjan september. Sjálfboðaliðar þurfa að geta sótt námskeið í lok september og hafið sjálfboðaliðavaktir í október.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Söfnuðu dósum til styrkar neyðarsöfnun Rauða krossins
Almennar fréttir 01. desember 2023Þeir Darri Þór Gústafsson, Garðar Freyr Gunnlaugsson og Kristinn Þór Sigurðsson, gengu í hús og söfnuðu dósum til styrktar neyðarsöfnun Rauða krossins vegna jarðhræringa í Grindavík.

Aukin þjálfun í sálfélagslegum stuðningi
Almennar fréttir 27. nóvember 2023Rauði krossinn á Íslandi hefur eflt þjálfun í sálfélagslegum stuðningi fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða sína þökk sé stórum styrk frá Evrópusambandinu. Stefnt er að því að öll sem starfa í verkefnum Rauða krossins hafi slíka þjálfun.

Alþjóðaráð Rauða krossins sameinar fjölskyldur og flytur hjálpargögn
Alþjóðastarf 27. nóvember 2023Alþjóðaráð Rauða krossins hóf nokkurra daga aðgerð síðasta föstudag sem gengur út á að styðja við lausn og flutning gísla sem voru í haldi Hamas á Gaza til Ísraels, sem og Palestínumanna sem voru í haldi Ísraels til Vesturbakkans. Um leið voru bráðnauðsynleg hjálpargögn flutt til Gaza.