Innanlandsstarf
Ylja neyslurými leitar að sjálfboðaliðum
08. ágúst 2022
Ylja neyslurými leitar að sjálfboðaliðum
Neyslurýmið Ylja er skaðaminnkandi úrræði þar sem þau sem nota vímuefni geti komið og notað efnin í öruggu rými undir leiðsögn frá heilbrigðismenntuðum starfsmanni eða sjálfboðaliða. Með þessu er reynt að koma í veg fyrir hættu á ofskömmtun og sýkingum. Ylja er færanlegt úrræði og er fyrsta neyslurýmið sem opnar á Íslandi. Neyslurými er lagalega verndað umhverfi þar sem notendur 18 ára og eldri geta sprautað ávana- og fíkniefnum í æð undir eftirliti sérhæfð starfsfólks eða sjálfboðaliða og gætt er fyllsta hreinlætis, öryggis og sýkingavarna.
Við leitum að sjálfboðaliðum sem vilja taka þátt í verkefninu. Sjálfboðaliðar þurfa að;
- hafa náð 24 ára aldri
- vera heilbrigðisstarfsmaður og/eða hafa starfs- eða sjálfboðaliðareynslu í málaflokknum og skaðaminnkun.
Miðað er við að sjálfboðaliðar taki tvær vaktir í mánuði í um þrjár klukkustundir í senn. Vaktirnar eru unnar á dagvinnutíma, á milli 10:00 – 16:15 á virkum dögum. Allir sjálfboðaliðar þurfa sækja námskeið og fá þjálfun til að geta veitt þjónustu í Ylju.
Umsóknarferli og þjálfun mun fara fram um miðjan september. Sjálfboðaliðar þurfa að geta sótt námskeið í lok september og hafið sjálfboðaliðavaktir í október.
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Sendifulltrúanámskeið Rauða krossins
Almennar fréttir 08. júní 2023Rauði krossinn á Íslandi auglýsir eftir umsóknum á sendifulltrúanámskeið félagsins sem haldið verður dagana 8. - 13. október.

Lærði að ýmislegt sem hún taldi í lagi var það ekki
Alþjóðastarf 05. júní 2023Yeimama Kallon frá Síerra Leóne útskrifaðist nýlega úr GEST, jafnréttisskóla GRÓ. Hún segir að námið hafa verið krefjandi og upplýsandi og muni hjálpa henni mikið við að styðja við jafnréttisverkefni í heimalandi sínu.

Seldu dót til að styrkja Rauða krossinn
Almennar fréttir 01. júní 2023Vinkonurnar Elín Sjöfn Vignis og Mattea Líf Kristinsdóttir söfnuðu fyrir Rauða krossinn og afhentu okkur afraksturinn í þarsíðustu viku.