Innanlandsstarf

Yndislegir gleðigjafar útskrifast af hundavinanámskeiði

22. janúar 2019

Í síðustu viku útskrifuðust fjórir sjálfboðaliðar og fimm heimsóknahundar af hundavinanámskeiði Rauða krossins í Kópavogi. Það að auki var einn reyndur hundur endurmetin fyrir áframhaldandi störf.

Í síðustu viku útskrifuðust fjórir sjálfboðaliðar og fimm heimsóknahundar af hundavinanámskeiði Rauða krossins í Kópavogi. Það að auki var einn reyndur hundur endurmetin fyrir áframhaldandi störf. 

\"Kria\"

\"Elding-og-Drifa-2\"

 

 

 

 

 

 

 

 Á námskeiðinu, sem er kennt af reyndum sjálfboðaliðum Hundavina Rauða krossins læra þátttakendur að skilja hlutverk eiganda og hunda sem heimsóknavinir og að heimsækja gestgjafa með öruggum, góðum og virðingafullum hætti. Einnig öðlast þátttakendur grunnþekkingu um hunda, skilning á markhópnum og getu til þess að vera heimsóknavinur með hund. Á verklega námskeiðinu læra þátttakendur með hundunum sínum grunn- og sérhæfðar verklegar æfingar sem nýstast í starfi.

\"Fifi-1_1548174779207\"

Til að sækja um heimsókn frá hundavini eða til að gerast sjálfboðaliði í verkefninu er hægt að fylla út form á síðu Rauða krossins - https://www.raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/adstod-i-bodi/heimsoknarvinur/ 

Einnig er hægt að hafa samband við Rauða krossinn í Kópavogi í síma 5704000 eða á kopavogur@redcross.is.