Höfuðborgarsvæðið
Á höfuðborgarsvæðinu er starfrækt deild sem býður upp á þjónustu við notendur þvert á sveitarfélög. Á höfuðborgarsvæðinu starfa um 1200 sjálfboðaliðar í ólíkum en mikilvægum verkefnum.
Sjálfboðaliðar og félagar Rauða krossins eru fjölbreyttur hópur fólks sem vill hafa jákvæð áhrif á sitt nærsamfélag. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í starfinu á höfuðborgarsvæðinu ekki hika við að sækja um.
Rauði krossinn á höfuðborgarsvæðinu
Deildin var stofnuð 22. maí 2024 þegar ákveðið var að sameina deild Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu og Rauða krossinn í Hafnarfirði, Garðabæ og Kópavogi. Meðal verkefna eru skaðaminnkun, stuðningur við flóttafólk, skyndihjálp og ýmis félagsleg verkefni en um þau má lesa undir Verkefni.
Hafðu samband
-
Staðsetning: Efstaleiti 9, 103 Reykjavík
-
Sími: 570 4000
-
Netfang: reykjavik@redcross.is
Sækja um aðstoð
Viltu vita meira um hvernig þú getur sótt þér þjónustu okkar á höfuðborgarsvæðinu? Smelltu hér og kynntu þér þjónustu okkar betur.