• 1717
  • Aðstoð
  • Sjálfboðastörf
  • Skyndihjálp
  • Öryggi og björgun
  • Um okkur
  • Verkefni
  • Vefverslun
  • EN
  • Mínar síður
  • 0
  • Styrkja
  • 1717
  • Aðstoð
  • Sjálfboðastörf
    • Sjálfboðaliðar
    • Félagar
  • Skyndihjálp
  • Öryggi og björgun
  • Um okkur
    • Um okkur
      • Grunngildi okkar
      • Stjórn og nefndir
      • Starfsfólk
      • Hafðu samband
      • Laus störf
    • Stefnur og lög
      • Stefna 2021-2030
      • Lög félagsins
      • Siðareglur
      • Mannúðarlög
      • Undirstefnur, regluverk og áætlanir
      • Persónuverndarstefna
    • Alþjóðastarf
    • Innanlandsstarf
    • Starfið á landsvísu
      • Starfið í nærsamfélaginu
      • Höfuðborgarsvæðið
      • Suðurnes
      • Vesturland
      • Vestfirðir
      • Norðurland vestra
      • Norðurland eystra
      • Austurland
      • Suðurland
    • Námskeið og viðburðir
    • Fréttir og útgefið efni
  • Verkefni
    • Innanlandsverkefni
      • Flóttafólk og innflytjendur
      • Fataverkefni og endurnýting
      • Heilbrigði og velferð
      • Hamfarir og neyðaraðstoð
    • Alþjóðleg verkefni
      • Alþjóðastarfið okkar
  • Vefverslun
EN 0
Mínar síður Styrkja
  • Innanlandsverkefni
  • Skyndihjálp
  • Næstu námskeið
  • Námskeiðstegundir
  • Námskeið fyrir hópa, vinnustaði og skóla
  • Upplýsingar um skírteini
  • Vefnámskeið í skyndihjálp
  • Skyndihjálparmanneskja ársins
  • Vefverslun
  • Hafðu samband
  • Leiðbeinendanámskeið í skyndihjálp

Skyndihjálp bjargar mannslífum!

Kanntu skyndihjálp?

Það getur skipt sköpum þegar á reynir.
Lærðu skyndihjálp til þess að geta aðstoðað og jafnvel bjargað einstaklingi í neyð. Oftar en ekki er það einhver nákominn þér sem þarf á tafarlausri hjálp að halda vegna slyss eða skyndilegra veikinda. 

Viltu læra skyndihjálp - Hvað hentar þér?

Næstu námskeið

Námskeið fyrir hópa, vinnustaði og skóla

Skyndihjálparmanneskja ársins

Þjálfun í skyndihjálp bjargar mannslífum

Útbreiðsla skyndihjálpar hefur verið eitt af meginverkefnum Rauða krossins á Íslandi í um 80 ár. Allt frá stofnun hreyfingarinnar í Genf árið 1863 hefur verið lögð áhersla á skyndihjálp hjá landsfélögum Rauða krossins um allan heim. Rauði krossinn á gott samstarf við landsfélög hreyfingarinnar víða um heim á þessu sviði. Í nóvember 2001 undirrituðu Rauði krossinn og þáverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið samkomulag um hlutverk og ábyrgð félagsins í skyndihjálparmálum. Markmiðið með samkomulaginu er að efla og breiða út skyndihjálparþekkingu hér á landi.

Tegundir námskeiða

Námskeiðið er ætlað börnum og ungmennum á aldrinum 12-16 ára sem vilja læra grunnatriði skyndihjálpar og öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum.

Lengd

4 klukkustundir

Markmið

Að þátttakendur þekki grundvallarreglur skyndihjálpar og öðlist grunnfærni í að beita skyndihjálp og geti brugðist við algengum áverkum og veikindum.

 Viðfangsefni

Grundvallarreglur skyndihjálpar, endurlífgun, aðskotahlutur í öndunarvegi, blæðing, bruni, beinbrot, höfuðhögg, flog/krampi, bráðaofnæmi og eitrun.

 Fræðsluefni

Bókin „Skyndihjálp og endurlífgun” og kennsluglærur. Útgefandi fræðsluefnis er Rauði krossinn.

 Inntökuskilyrði

Þátttakendur séu 12 ára (eða verði 12 ára á árinu) eða eldri.

 Námsmat

Frammistaða er metin samfellt í gegnum allt námskeiðið.

 Viðurkenning

Eftir að hafa setið námskeiðið fá þátttakendur rafrænt skyndihjálparskírteini frá Rauða krossinum.

 

Verð fyrir einstakling á staðnámskeiði: 11.000 kr.

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja þjálfa sig í grunnatriðum endurlífgunar. Gott námskeið fyrir alla sem hafa lært skyndihjálp áður.

 Lengd

2 klukkustundir 

 Markmið

Að þátttakendur öðlist færni í að beita hjartahnoði og blæstri og kunni að nota hjartarafstuðtæki við endurlífgun.

 Viðfangsefni

Grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuð; að athuga viðbrögð, að opna öndunarveg, að athuga öndun, hjartahnoð og blástursaðferð, sjálfvirkt hjartastuð (AED), endurlífgunarkeðjan og losun aðskotahlutar úr öndunarvegi.

 Fræðsluefni

Bæklingurinn „Getur þú hjálpað þegar á reynir?” eða bókin „Skyndihjálp og endurlífgun. Útgefandi er Rauði krossinn á Íslandi.

 Inntökuskilyrði

Þátttakendur séu 14 ára eða eldri. Æskilegt er að þátttakendur kynni sér fræðsluefnið áður en námskeiðið hefst.

 Námsmat

Frammistaða er metin samfellt í gegnum allt námskeiðið. Ekki er skylda að ljúka skriflegu eða verklegu prófi.

 Viðurkenning

Engin. Mælt er með endurmenntun annað hvert ár.

Efnisatriði

  • Að athuga viðbrögð, opna öndunarveg og athuga öndun.
  • Hjartahnoð og blástursaðferð(endurlífgun).
  • Sjálfvirkt hjartastuð (notkun AED tækja)

Verð:

  • 1-15 manns: 108.200 kr.
  • Verð fyrir hvern auka þátttakanda – hámark 5 á hverju námskeiði: 8.500 kr

Námskeiðið er fyrir öll þau sem hafa lokið vefnámskeiði í skyndihjálp og hafa þannig öðlast grunnþekkingu á skyndihjálp en vantar verklega færni í að veita einstaklingum aðstoð í bráðatilfellum. Námskeiðið er bæði í boði fyrir fyrirtæki og almenning og er einungis haldið af deildum Rauða krossins.

Lengd

2 klukkustundir 

Markmið

Að auka færni þátttakenda í að beita á öruggan hátt einföldum aðferðum í skyndihjálp.

 Viðfangsefni

Fjögur skref skyndihjálpar; tryggja öryggi á vettvangi, meta ástand slasaðra eða sjúkra, sækja hjálp og veita skyndihjálp.
Grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuð; að athuga viðbrögð, að opna öndunarveg, að athuga öndun, hjartahnoð og blástursaðferð, sjálfvirkt hjartastuð (AED) og hliðarlega.
Áverkar; Aðskotahlutur í öndunarvegi, áverkar á höfði, beinbrot, blæðing, brunasár,
Bráð veikindi; Blóðsykurfall, bráðaofnæmi, brjóstverkur, flog, slag og öndunarerfiðleikar.

 Fræðsluefni

Vefnámskeið í skyndihjálp. Skyndihjálparapp. Útgefandi fræðsluefnis er Rauði krossinn.

 Inntökuskilyrði

Þátttakendur séu 14 ára eða eldri og hafi lokið 2 tíma vefnámskeiði í skyndihjálp með fullnægjandi árangri. Sýna þarf staðfestingu á að vefnámskeiði sé lokið í upphafi námskeiðs.

 Námsmat

Frammistaða er metin samfellt í gegnum allt námskeiðið. Hvorki skriflegt né verklegt próf.

 Viðurkenning

Eftir að hafa setið námskeiðið fá þátttakendur skírteini frá Rauða krossinum á Íslandi og velferðarráðuneytinu. Rauði krossinn mælir með endurmenntun annað hvert ár.

Efnisatriði

Fjögur skref skyndihjálpar

  • Tryggja öryggi á vettvangi
  • Meta ástand slasaðra eða sjúkra
  • Sækja hjálp
  • Veita skyndihjálp

Grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuð

  • Að athuga viðbrögð, opna öndunarveg og athuga öndun
  • Hjartahnoð og blástursaðferð(endurlífgun)
  • Sjálfvirkt hjartastuð (notkun AED tækja)
  • Aðskotahlutur í öndunarvegi

Skyndihjálp og áverkar

  • Innvortis- og útvortis blæðingar
  • Bruni og brunasár,
  • Áverkar á höfði, hálsi eða baki

Skyndihjálp og bráð veikindi

  • Brjóstverkur
  • Bráðaofnæmi
  • Heilablóðfall
  • Flog
  • Sykursýki
  • Öndunarerfiðleikar

Verð: 

  • 1-15 manns: 127.000 kr. 
  • Einstaklingur á staðnámskeiði: 13.200 kr.

Ekki er hægt að hafa fleiri þátttakendur en 15. Þátttakendur þurfa að sýna leiðbeinenda staðfestingu á að hafa lokið vefnámskeiði áður en námskeið hefst. 

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra eða rifja upp grunnatriði skyndihjálpar og sálræns stuðnings og öðlast lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum. Stutt og gott námskeið fyrir alla.

Lengd

4 klukkustundir með hléum 

Markmið

Að þátttakendur öðlist grunnfærni í að beita skyndihjálp og sálrænum stuðningi í neyðartilvikum.

Viðfangsefni

Kynning; hvað er skyndihjálp?
Undirstöðuatriði; streita í neyðartilfellum, tilfinningarleg viðbrögð eftir að hafa veitt skyndihjálp, sálrænn stuðningur og að forðast sýkingar.
Fjögur skref skyndihjálpar; tryggja öryggi á vettvangi, meta ástand slasaðra eða sjúkra, sækja hjálp og veita skyndihjálp.
Grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuð; að athuga viðbrögð, að opna öndunarveg, að athuga öndun, hjartahnoð og blástursaðferð, sjálfvirkt hjartastuð (AED), endurlífgunarkeðjan, hliðarlega og losun aðskotahlutar úr öndunarvegi.
Skyndihjálp; stutt umfjöllun um innvortis- og útvortis blæðingar, bruni, höfuðhögg, brjóstverkur (hjartaáfall), bráðaofnæmi og heilablóðfall.

Fræðsluefni

Bókin „Skyndihjálp og endurlífgun” og kennsluglærur. Bæklingurinn „Getur þú hjálpað þegar á reynir?”. Útgefandi fræðsluefnis er Rauði krossinn á Íslandi.

Inntökuskilyrði

Þátttakendur séu 14 ára eða eldri. Æskilegt er að þátttakendur kynni sér fræðsluefnið áður en námskeiðið hefst.

Námsmat

Frammistaða er metin samfellt í gegnum allt námskeiðið. Ekki er skylda að ljúka skriflegu eða verklegu prófi.

Viðurkenning

Eftir að hafa setið námskeiðið fá þátttakendur viðurkenningu frá Rauða krossinum á Íslandi og velferðarráðuneytinu. Mælt er með endurmenntun annað hvert ár.

Efnisatriði

Fjögur skref skyndihjálpar

  • Tryggja öryggi á vettvangi
  • Meta ástand slasaðra eða sjúkra
  • Sækja hjálp
  • Veita skyndihjálp

Grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuð

  • Að athuga viðbrögð, opna öndunarveg og athuga öndun
  • Hjartahnoð og blástursaðferð(endurlífgun)
  • Sjálfvirkt hjartastuð (notkun AED tækja)
  • Aðskotahlutur í öndunarvegi

Skyndihjálp og áverkar

  • Innvortis- og útvortis blæðingar
  • Bruni og brunasár,
  • Áverkar á höfði, hálsi eða baki

Skyndihjálp og bráð veikindi

  • Brjóstverkur
  • Bráðaofnæmi
  • Heilablóðfall
  • Flog
  • Sykursýki
  • Öndunarerfiðleikar

Sálrænn stuðningur

  • Streita í neyðartilfellum
  • Tilfinningaleg viðbrögð eftir að hafa veitt skyndihjálp
  • Sálrænn stuðningur

Verð:

  • 1-15 manns: 136.400 kr.
  • Verð fyrir hvern aukaþátttakanda – hámark 5 á hverju námskeiði: 8.500 kr
  • Einstaklingur á staðnámskeiði: 13.200 kr.

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra skyndihjálp og endurlífgun og öðlast þekkingu og góða færni í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum. Námskeið fyrir þá sem vilja gefa sér góðan tíma í að læra skyndihjálp s.s. almenning, sjálfboðaliða í skyndihjálparhópum Rauða krossins og nemendur sem fá einingu fyrir að taka skyndihjálparnámskeið.

Lengd

 12 klukkustundir 

Markmið

Markmið Að auka þekkingu og færni þátttakenda í að beita á öruggan hátt einföldum aðferðum í skyndihjálp. Að auka færni í að meta einkenni algengra sjúkdóma og áverka.

Viðfangsefni

Kynning; hvað er skyndihjálp?
Undirstöðuatriði; streita í neyðartilfellum, tilfinningarleg viðbrögð eftir að hafa veitt skyndihjálp, sálrænn stuðningur og að forðast sýkingar.
Fjögur skref skyndihjálpar; tryggja öryggi á vettvangi, meta ástand slasaðra eða sjúkra, sækja hjálp og veita skyndihjálp.
Grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuð; að athuga viðbrögð, að opna öndunarveg, að athuga öndun, hjartahnoð og blástursaðferð, sjálfvirkt hjartastuð (AED), endurlífgunarkeðjan, hliðarlega og losun aðskotahlutar úr öndunarvegi.
Skyndihjálp: Áverkar; innvortis- og útvortis blæðingar, sár, brunasár, áverkar á höfði, hálsi eða baki, áverkar á beinum, vöðvum eða liðum, eitranir hitaslag/hitaörmögnun og ofkæling. Bráð veikindi; brjóstverkur (hjartaáfall), bráðaofnæmi, heilablóðfall, flog, sykursýki og öndunarerfiðleikar (astmi).
Skyndihjálp framhald; nánari líkamsskoðun, eitrun, blóðnasir, lost, sár og sáraumbúðir, raflost, höfuðáverkar, tannáverkar, skorðun á hrygg, áverkar á brjóstkassa og kvið, vöðvakrampar, sýklasótt, yfirlið og spelkun útlima.

Fræðsluefni

Bókin „Skyndihjálp og endurlífgun” og kennsluglærur.

Inntökuskilyrði

Þátttakendur séu 14 ára eða eldri. Æskilegt er að þátttakendur kynni sér fræðsluefnið áður en námskeiðið hefst.

Námsmat

Frammistaða er metin samfellt í gegnum allt námskeiðið. Ekki er skylda að ljúka skriflegu eða verklegu prófi en þátttakendum stendur það þó til boða í lok námskeiðs.

Viðurkenning

Eftir að hafa setið námskeiðið fá þátttakendur viðurkenningu frá Rauða krossinum á Íslandi og velferðarráðuneytinu. Mælt er með endurmenntun annað hvert ár.

Efnisatriðin eru viðbót fyrir 4 klst. námskeið.

  • Eitranir
  • Hitaslag / hitaörmögnun og ofkæling
  • Lost
  • Blóðnasir
  • Sár og sáraumbúðir
  • Raflost
  • Höfðuáverkar  
  • Tannáverkar
  • Skorðun á hyrgg
  • Áverkar á brjóstkassa og kvið
  • Vöðvakrampar
  • Sýklasótt  
  • Yfirlið
  • Spelkun útlima  

Verð:

  • 1-15 manns: 221.000 kr. 
  • Einstaklingur á staðnámskeiði: 22.000 kr.

Námskeiðið er einkum gagnlegt foreldrum, dagforeldrum, starfsfólki dagvistunarstofnana, kennurum og öðrum sem sinna börnum. Námskeiðið er bæði í boði fyrir fyrirtæki/stofnanir og almenning og er einungis haldið af deildum Rauða krossins.

Lengd

4 klukkustundir 

Markmið

Að þátttakendur öðlist færni í að beita skyndihjálp vegna algengra áverka eða veikinda hjá börnum.  

Viðfangsefni

Staðreynir um slys á börnum
Fjögur skref skyndihjálpar; tryggja öryggi á vettvangi, meta ástand slasaðra eða sjúkra, sækja hjálp og veita skyndihjálp
Endurlífgun; að athuga viðbrögð, að opna öndunarveg, að athuga öndun, hjartahnoð og blástursaðferð, hliðarlega og losun aðskotahlutar úr öndunarvegi
Skyndihjálp: Áverkar; s.s. blæðingar, blóðnasir, áverkar á höfði, beinbrot, sár, bruni og eitrun. Veikindi; s.s. heilahimnubólga, ofþornun, hiti, flog/krampar, bráðaofnæmi, sykurfall, öndunarerfiðleikar og hiti.
Sálrænn stuðningur við börn.

Fræðsluefni

Bókin „Skyndihjálp og endurlífgun” og kennsluglærur. Útgefandi fræðsluefnis er Rauði krossinn.

Inntökuskilyrði

Þátttakendur séu 16 ára eða eldri.

Námsmat

Frammistaða er metin samfellt í gegnum allt námskeiðið. Hvorki skriflegt né verklegt próf

Viðurkenning

Eftir að hafa setið námskeiðið fá þátttakendur skírteini frá Rauða krossinum á Íslandi og velferðarráðuneytinu. Rauði krossinn mælir með endurmenntun annað hvert ár.

Verð:

  • 1-15 manns: 136.400 kr.
  • Verð fyrir hvern auka þátttakanda – hámark 5 á hverju námskeiði: 8.500 kr
  • Einstaklingur á staðnámskeiði: 13.200 kr.

Hafðu samband

Fyrirspurnir um námskeið í skyndihjálp má senda á namskeid@redcross.is

  • 1717
  • Aðstoð
  • Sjálfboðastörf
  • Skyndihjálp
  • Öryggi og björgun
  • Um okkur
  • Verkefni
  • Vefverslun
Styrkja
  • Rauði krossinn á Íslandi Víkurhvarf 1, 203 Kópavogur
  • Sími 570 4000
  • Hjálparsíminn 1717
  • Netfang info@redcross.is
  • Kennitala 530269-2649
  • Bankanúmer 0342-26-555
  • Ábendingalína Ertu með ábendingu?
equal-pay-logo