Rauði krossinn á Íslandi hefur sett af stað neyðarsöfnun vegna hamfaranna í Marokkó og Líbíu. Þó að um tvo ótengda atburði sé að ræða var ákveðið að hrinda af stað sameiginlegri söfnun vegna þess hve skammt var stórra högga á milli, en peningunum sem safnast verður ráðstafað út frá því hvar þörfin er mest.
Í báðum þessum skelfilegu hamförum létust þúsundir einstaklinga og heilu fjölskyldurnar þurrkuðust út. Í jarðskjálftanum í Marokkó urðu afskekkt svæði í Atlas-fjöllum einna verst úti og þar er þörf fyrir mikinn stuðning. Í Líbíu skoluðust heilu hverfin í borginni Derna burt í flóði, mannfallið er gríðarlegt og þau sem lifðu af standa frammi fyrir mikilli eyðileggingu og þjáningu.

Aðrar styrktarleiðir:
- SMS: Senda HJALP í símanúmerið 1900 (2.900 kr.) (síminn og nova)
- Hringja í númerið 904-2500 fyrir 2.500 kr. styrk
- Aur: @raudikrossinn eða 1235704000
- Kass: raudikrossinn eða 7783609
- Söfnunarreikningur Rauða krossins: 0342-26-12, kt. 530269-2649