Almennar fréttir
160 gestir í farsóttarhúsunum
22. nóvember 2021
Um 10% af þeim 1.800 sem eru með virkt kórónuveirusmit eru í einangrun í farsóttarhúsum. Á farsóttarhúsunum dvelja nú um 160 gestir, þarf af eru 150 í einangrun og 10-15 einstaklingar í sóttkví sem hafa verið að fylgja börnunum sínum í einangrun. Um þriðjungur gestanna eru börn, alveg frá nokkra mánaða upp í 15 ára gömul.
Um 10% af þeim 1.800 sem eru með virkt kórónuveirusmit eru í einangrun í farsóttarhúsum. Á farsóttarhúsunum dvelja nú um 160 gestir, þarf af eru 150 í einangrun og 10-15 einstaklingar í sóttkví sem hafa verið að fylgja börnunum sínum í einangrun. Um þriðjungur gestanna eru börn, alveg frá nokkra mánaða upp í 15 ára gömul.
Börnin sem dvelja í farsóttarhúsunum koma sum með ósmitaða foreldra með sér. Einnig hefur borið á að nýbakaðar mæður dvelji á farsóttarhúsum með ungabörnin með sér.
Þar sem plássin í farsóttarhúsunum eru takmörkuð, þá er þetta hugsað sem neyðarúrræði fyrir þá sem hafa í engin hús að venda þegar það greinist með Covid. Þá má nefna erlenda ferðamenn sem greinast á landamærunum eða á ferð sinni um landið og þeir einstaklingar sem ekki eru í aðstöðu til að vera í einangrun heima hjá sér. Það þarf einnig að létta á með A7 Covid-deildinni á Landspítalanum. Fólk sem útskrifast þaðan koma sum í farsóttarhúsin, það fólk er oft mjög veikt og þarf þá aukið eftirlit með.
Við viljum sérstaklega þakka Mannvinum Rauða krossins, en mánaðarlegur stuðningur þeirra gerir Rauða krossinum kleift að bregðast við hratt og örugglega, hvenær sem þörf er á. Ef þú vilt gerast Mannvinur, og þannig styðja neyðarvarnir og önnur verkefni Rauða krossins, þá er einfalt að gera það á mannvinir.is
Fréttir af starfinu
Fréttayfirlit
Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gaza
Alþjóðastarf 14. mars 2025Tæplega tíu milljónir króna söfnuðust í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi (RKÍ) fyrir íbúa Gaza. Söfnunin hófst í janúar og er nú lokið. „Enn og aftur sýna landsmenn að þeir eru til staðar fyrir fólk í mikilli neyð,“ segir Sólrún María Ólafsdóttir, teymisstjóri alþjóðaverkefna hjá Rauða krossinum.

Sunna Ósk ráðin upplýsingafulltrúi
Almennar fréttir 10. mars 2025Sunna Ósk Logadóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi. Hún hefur þegar tekið til starfa.

Aðalfundur Rauða krossins í Fjarðabyggð
Almennar fréttir 06. mars 2025Aðalfundur Rauða krossins í Fjarðabyggð verður haldinn fimmtudaginn 13. mars kl. 18:00 í Múlanum - samvinnuhúsi, Bakkavegi 5, 740 Neskaupsstað