Almennar fréttir

3 vinkonur héldu tombólu í Norðlingaholti

31. október 2021

Vinkonurnar Matthildur Mínerva Bjarkadóttir, Rún Ingvarsdóttir og Vigdís Hrefna Magnúsdóttir máluðu myndir og seldu Við Olís í Norðlingaholti og söfnuðu með því fé til styrktar Rauða Krossinum

Vinkonurnar Matthildur Mínerva Bjarkadóttir, Rún Ingvarsdóttir og Vigdís Hrefna Magnúsdóttir máluðu myndir og seldu Við Olís í Norðlingaholti og söfnuðu með því fé til styrktar Rauða krossinum. Þær komu með afraksturinn þann 12.júlí 2021, 14.500 krónur og afhentu Rauða krossinum á Íslandi.

Við þökkum þeim kærlega fyrir þeirra framlag til mannúðarmála.